Hertar aðgerðir til að sporna gegn útbreiðslu COVID-19

Hertar aðgerðir til að sporna gegn útbreiðslu COVID-19

Víðir Reynisson, hjá Almannavörnum, biðlaði á fundinum til íþróttahreyfingarinnar að öllum íþrótta­mót­um og keppn­um full­orðinna verði frestað í tíu daga eða þar til 10. ág­úst. 

Aðgerðirnar eru m.a.

  • Fjöldatakmörkun miðast við 100 einstaklinga í stað 500 áður. Börn fædd 2005 eða síðar eru undanskilin.
  • Breyting á fjöldatakmörkunum nú og fleiri aðgerðir munu gilda í tvær vikur.
  • Tveggja metra nándarregla viðhöfð í allri starfsemi. Hún er ekki lengur valkvæð heldur skyldubundin.
  • Sóttvarnalæknir leggur til að starfsemi sem í eðli sínu felur í sér að gestir noti sameiginlegan búnað, s.s. íþróttastarf, líkamsræktarstöðvar, spilakassar og spilasalir geri hlé á starfsemi eða sótthreinsi slíkan búnað milli notenda.