Reykjavikurmeistaramót 2020

Þá er Reykjavikurmeistaramóti 2020 lokið og voru Harðafélagar þar í toppsætum í nokkrum flokkum.
Aðalheiður Anna Guðjónsdóttir átti flottustu sýningu sem sést hefur á honum Óskari frá Breiðsstöðum í T2 með einkunnina 8.833 og sigrðuðu örugglega. Þau Aðalheiður og Óskar enduðu í 4.sæti í V1 með 7.733 og urðu samanlagðir sigurvegarar í fjórgangsgreinum í meistaraflokki. Aðalheiður og Kveikur frá Stangarlæk komu fram í fyrsta skipti í T1 enduðu í 6.sæti með 7,888. Frábær frammistaða hjá Aðalheiði Önnu👏👏🏆
 
Halldór Snær Stefánsson og Sproti frá Ragnheiðarstöðum kepptu til úrslita í T7 í öðrum flokkui og enduðu þeir í 2-3 sæti með einkunnina 5,917.
 
Birgitta Ýr Bjarkadóttir og Gustur frá Yztafelli urðu í 5.sæti í T3 í ungmennaflokki með einkunnina 5,667.
Oddur Carl Arason og Órnir frá Gamla Hrauni kepptu til úrslita í fjórgangi í barnaflokki og enduðu í fjórða sæti með 6,433.
 
Benedikt Ólafsson keppti í öllum A úrslitum í unglingaflokki. Hann og Bikar frá Ólafshaga urðu í fjórða sæti í slaka taumnum með 6,83, þá komu úrslit í fimmgangi með Leiru-Björk frá Naustum en þau lentu í 3.sæti með 6,52 og sigruðu þau einnig gæðingaskæðið með 7,58. Benedikt og Biskup frá Ólafshaga hófu úrslitadaginn á því að sigra fjórganginn með 6,97 og svo skelltu þeir félagar sér aftur í brautina seinna um daginn og áttu glæsilega sýningu í tölti sem tryggði þeim fyrsta sætið með 7,57. 
Benedikt Ólafsson og Leira-Björk sigruðu gæðingaskeiðið í unglingaflokki með glæsi einkunn uppá 7,58!
Benedikt var stigahæsti knapi mótsins í unglingaflokki. Glæsilegur árangur hjá Bensa okkar sem hefur átt frábært lokaár í unglingaflokki.
 
Erum við Harðarfélagar stoltir af okkar fólki og óskum við þeim og öllum þeim knöpum sem létu til sín taka á keppnisbrautinni í Víðidalnum til hamingju með árangurinn. Áfram Hörður🏆
 
Bjarney Anna tók þessa glæsilegu mynd af Aðalheiði og Óskari.
Mynd af Bennsa og Leira er tekin af Arnari Bjarka.aðalheiður.jpg
Bennsi.jpg