Innbrotstrygging - viðbót

 

Áður birtur pistill um bætur úr Heimilis- eða Lausafjártryggingu ef um innbrot er að ræða þarf að uppfæra.

Það er skilyrði í flestum þessara tryggingaskilmála að gluggar séu lokaðir og hespaðir aftur.  Eins og gefur að skilja er erfitt að verða við því. Bæði snýst þetta um loftun, en einnig um ákveðið öryggi ef td til bruna kæmi, eins og dæmi er um.

Við skrifuðum öllum tryggingafélögunum bréf og bað um þeirra afstöðu til málsins.  Fátt hefur verið um svör, en félögin hafa greinilega ekki áttað sig á þessum annmarka við skilmálagerð sína. Á hinn bóginn er skiljanlegt að tryggingafélögin geta ekki tryggt hluti sem nánast liggja á glámbekk og auðvelt er fyrir misyndismenn að nálgast.

Tryggilegast er að hafa hnakkageymsluna, (þar liggja verðmætin) læsta með sérskrá.  Þannig ætti að vera sýnileg merki um innbrot og ef það er gluggi á geymslunni, ætti hann að geta vera lokaður.

Eins og áður sagði bætir Heimilistrygging tjónið amk að hluta, en lausafé (reiðtygi) falla undir trygginguna.  Bæturnar takmarkast þó við 15% af af vátryggingafjárhæðinni.  Ef tjónþoli er með heimilistryggingu að verðmæti 7 milljónir króna, er hámarksfjárhæð bóta 1.050.000 kr.  Lausafjártrygging og með læsta hnakkageymslu er öruggasta leiðin.