Ágætu hestamenn í Suðvesturumdæmi!

Nú hefur verið opnað fyrir skil á haustskýrslum búfjár 2015.

Samkvæmt lögum eiga allir eigendur/umráðamenn búfjár að skila árlegri haustskýrslu fyrir 20. nóvember um búfjáreign, fóður og landstærðir eftir því sem við á.

Skil fara fram með rafrænum hætti á www.bustofn.is.

Þess ber líka að geta í þessu sambandi að fyrir einhverjum hesteigendum hefur vafist að hross séu líka búfé og því verið áhöld um hvort skýrslu yfir þau þurfi að skila en það er að sjálfsögðu raunin.

Hvort sem hross eru á húsi í þéttbýli eða í hagagöngu úti á landi, ber að gera skil á þeim í einu lagi á haustskýrslunni. Haustskýrslan er yfirleitt send á eiganda hesthúss og er í lagi að skrá öll hross í eigu fjölskyldunnar á eina skýrslu.

Ef fólk leigir stíur og er ekki skráð á sérstakt hesthús, ber þeim einnig að skila skýrslum um sína hrossaeign.

 Rétt er líka að geta þess að áskilið er í lögum að þeir sem ekki skila skýrslu skulu heimsóttir og upplýsinga aflað á þeirra kostnað.