Kæru velunnarar Lífs

Síðustu fjögur ár höfum við Harðarkonur og menn haldið metnaðarfullt kvennatöltsmót sem haldið hefur verið til styrktar Lífi, styrktarfélagi kvennadeildar Landsspítalans. Mótið hefur tekist afskaplega vel og er þar ekki síst að þakka öllum þeim sem hafa keppt til styrktar Lífi og ekki síður öllum þeim sem hafa mætt á viðburðinn og styrkt málefnið af örlæti.

Viðburður eins og þessi útheimtir mikla vinnu og virkilega góðan undirbúning og því miður er staðan sú í ár að ekki hefur tekist að manna nefndina svo vel sé. Einnig er ljóst að samkeppni í mótahaldi hefur enn aukist, en eins og allir hestamenn þekkja þá er mikið framboð af mótum og erfitt hefur verið að tryggja næga þátttöku á mótum. Eftir miklar vangaveltur höfum við í Lífstöltsnefndinni því ákveðið að halda mótið ekki í ár. Það er okkur þungbært að taka þá ákvörðun en teljum það best eins og sakir standa en munum endurmeta stöðuna á næsta ári.

Við þökkum ykkur öllum kærlega sem hafið stutt mótið með margvíslegum hætti og óskum ykkur góðra Lífsins-stunda,

Lífstöltsnefndin