REGLUR Í REIÐHÖLLINNI - SAMYKKTAR Á STJÓRNARFUNDI 10.FEB.N.K.

Reglur í reiðhöllinni í Herði

Við bendum á að myndavélakerfi er í reiðhöllinni  

 

  1. Aðeins skuldlausir Harðarfélagar hafa aðgang að reiðhöllinni.
  2. Notendur reiðhallarinnar sýni starfsfólki og öðrum tillitsemi og virðingu.
  3. Aðeins 6 knapar skulu vera í reiðhöllinni í einu þegar hún er ½. Ef aðrir knapar eru að bíða skal tími hvers knapa takmarkaður við 20 mínútur. Minnt er á að allir sem nota höllina eiga að fara eftir umferðarreglum sem þar gilda.
  4. Knapar skulu fylgja skal almennum umferðarreglum í reiðhöllinni.
  5. Hjálmaskylda er í reiðhöllinni.
  6. Knapar þrífi upp eftir hesta sína.
  7. Knapar sem eru að nota s.s. þjálfunarhring, brokkspírur, hindranir og fl. skulu ganga frá eftir sig eftir notkun. Óheimilt er að nota slíkan búnað eftir kl.16.00. Óheimilt er að nota þennan búnað þegar höllinni er skipt til helminga.
  8. Börn yngri en 13 ára noti reiðhöll einungis í fylgd með forráðamanni sem hefur gildan lykil að höllinni.
  9. Einkakennsla er óheimil í opna hluta hallarinnar (almenningnum). Þeir sem eru með einkakennslu í höllinni, eiga að leigja ½ höllina og greiða fyrir það. Panta þarf hjá umsjónarmanni og greiða fyrirfram. Ef þetta er ekki virt verður rukkað tvöfalt gjald vegna einkakennslunnar
  10. Þeir knapar sem ekki fara að þessum reglum eiga á hættu að verða vísað úr höllinni og að lokað verði fyrir frekari aðgang.

 

UMFERÐARREGLUR Í REIÐHÖLLINNI Í HERÐI

  1. Látið vita áður en teymt er inn á völlinn. Farið á bak og af baki inn á miðjum velli en ekki á reiðleiðum í útjaðri vallar.
  2. Fetgangur skal riðinn á innri sporaslóð þegar aðrir knapar ríða á hraðari gangtegund á ytri sporaslóð. Þeir sem ríða hægari gangtegund skulu ávallt víkja fyrir þeim er hraðar fara.
  3. Tvær hestlengdir skulu ávallt milli hesta. Ekki má ríða hlið við hlið eða hafa tvo hesta til reiðar.
  4. Hægri umferð gildir þegar knapar mætast úr gagnstæðri átt ef riðinn er sami hraði. Undantekning frá því er ef annar knapi ríður hraðar skal honum eftirlátin ytri sporaslóð.
  5. Knapi sem ríður bauga, á hringnum, eða aðrar reiðleiðir inni á velli veitir þeim forgang sem ríða allan völlinn á sporaslóð
  6. Ekki má stöðva hestinn á ystu sporaslóð. Ef stöðva þarf er best að gera slíkt inni á miðjum velli nema um annað sé samkomulag þeirra í milli er stunda æfingar á vellinum hverju sinni.
  7. Hringtaumsvinna fer enganveginn saman við þjálfun í reið og skal víkja nema um annað sé sérstaklega samið.
  8. Forðast skal að ríða þvert í veg fyrir aðra knapa.
  9. Fylgja ber hefðbundnum reiðleiðum á vellinum.
  10. Ekki má hafa lausa hesta á vellinum meðan á reiðþjálfun stendur né binda hesta þar.
  11. Knapar skulu sýna kurteisi og tillitssemi og forðast óróa eða hávaða.
  12. Öll þjálfun á völlum sem félagið leggur félagsmönnum til er á eigin ábyrgð