Harðar Tipparar!

Tipparar sem eru í félaginu Herði ath. ef þið merkið við félagsno. Harðar á tippseðilinn rennur 22%af því sem er verslað er fyrir óskert til Hestamannafélagsins Harðar. Númer Harðar er 277.

Netföng og símanúmer

Félagsmenn sendið okkur netföng og gsm símanúmer ykkar á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. fyrir félagatalið. Eins og áður verður þessum upplýsingum ekki dreift til annarra, til stendur að senda áminningar um viðburði á netföngin og með sms skilaboðum.

Ræktunarmaður Harðar 2005

Allir félagsmenn Harðar, sem eru skráðir ræktendur hrossa sem dæmd voru í kynbótadómi áinu 2005 koma til greina sem ræktunarmenn ársins. Þeir sem eiga eða eru skráðir ræktendur hrossa sem fengu yfir 8,20 í aðaleinkunn kynbótadómi á síðasta ári eru vinsamlegast beðnir að hafa samband við Hinrik Gylfason í síma 8939919 eða senda uppýsingar á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. Hinrik Gylfason

Aðalfundur 2005

Aðalfundur Harðar var haldinn í Harðarbóli þann 26.október. Um 35 manns sóttu fundinn. Fundargerðina má lesa hér á vefnum undir valmyndinni Aðalfundur 2005 hér til hliðar.

Tímamótafréttir af reiðhöll

Eins og kunnugt er höfum við unnið ötullega að því að Hörður eignaðist eigin reiðhöll. Nú er þeim merka áfanga náð að samkomulag við Mosfellsbæ er í höfn. Í tilkynningu frá Bæjarstjóra til Hestamannafélagsins Harðar segir: " Á félagssvæði Hestamannafélagsins Harðar hefur verið deiliskipulagt svæði vegna byggingar reiðhallar. Í fjárhagsáætlun 2006 er gert ráð fyrir fjárfestingarframlagi að upphæð 10 mkr. vegna uppbyggingar reiðhallar sem er áætlað sem upphaf að samningi milli Mosfellsbæjar og félagsins um aðkomu bæjarins að fyrirhugaðri uppbyggingu. Í fyrirhuguðum samningi mun Mosfellsbær leggja til um 70 mkr. á næstu árum." Þessi samningur skiptir sköpum fyrir okkur og gerir okkur kleyft að halda áfram með málið. Bæjarstjóri og bæjarfulltrúar, hafið þakkir okkar fyrir stuðninginn og þann skilning sem þið hafði sýnt okkur hestamönnum í þessu mikilvæga máli. Stjórn Hestamannafélagsins Harðar Reiðhallarnefnd Harðar

Framkvæmdir á Blikastaðanesi

Eins og flestum er kunnugt eru fyrirhugaðar miklar framkvæmdir á Blikastaðanesi á næstunni vegna malarnáms og gerð golfvallar sem mun teygja sig fram á nesið. Þetta er mikilvæg reiðleið og því höfum við haft nokkrar áhyggjur af því að reiðleiðin myndi lokast af á meðan á framkvæmdum stendur, eða beinlínis verða hættuleg vegna sprenginga og annars hávaða. Stjórn Harðar og reiðveganefnd hafa átt fundi með bæjaryfirvöldum og skrifað bréf sem lýsa þessum áhyggjum okkar. Bæjarstjórnin hefur tekið okkur vel í þessu máli og ákveðið að reiðleiðinni verði haldið opinni, en til þess að svo megi verða og fyllsta öryggis gætt hafa eftirfarandi atriði verið samþykkt: 1. Reiðgatan umhverfis Blikastaðanesið verði fullgerð strax og veður leifa, þannig verði opinn sá valkostur að ríða fyrir nesið. Framkvæmdum við þessa reiðleið verður flýtt og að fullu lokið í síðasta lagi fyrir 1. des.2005. 2. Reiðgatan sem liggur þvert yfir nesið verður færð áður en núverandi leið verður lokað. 3. Sprengingar eru ekki leyfðar frá 1. maí - 15. ágúst. Þá er reyndar verið að hugsa um fuglalífið, en við njótum góðs af því líka. 4. Sprengingar verða aðeins leyfðar tvisvar sinnum á ári, í 4 samfelldar vikur í senn. 4 vikur eru að hausti til, þannig að við þurfum minni áhyggjur að hafa af því, en 4 vikur eru á “okkar tíma”. Ekki má sprengja um helgar og ekki eftir kl. 18.00 á daginn. Það eru því um 20 dagar á tímabilinu fyrir klukkan 18.00 sem hætta getur skapast. Til að mæta því hefur verið ákveðið að setja upp stór viðvörunarskilti þar sem kemur greinilega fram hvenær sprengt er, en auk þess skuldbindur verktakinn sig til þess að staðsetja menn við reiðstíginn í þeirri fjarlægð sem trygg er fyrir hestafólk og loka reiðleiðinni rétt á meðan sprengt er. Hver þessi fjarlægð verður þarf að meta þegar sprengingar hefjast þar sem mjög mismunandi er eftir jarðlögum hvernig höggbylgjan frá sprengingunum berst. 5. Umferð verður um svæðið allan ársins hring. Til að draga úr hættu af þeirri umferð verður byggð mön sem skilur að akveginn og reiðstíginn þar sem þeir liggja samsíða. Umferðin mun aðeins krossa reiðveginn á einum stað og þar verður skýr biðskylda á akandi umferð, þ.e. ríðandi og gangandi eiga réttinn.