Uppfærð dagskrá félagsins

Sælir Harðarfélagar Nú eru heimsóknir til félagsins og frá félaginu komnar inn á netið. Meðal annars er hin geysivinsæla Fáksreið og Kjötsúpureiðin. Lítið á síðuna "dagskrá 2004" hér til vinstri.

Tilkynning

Þeir sem áhuga hafa á að starfa í nefndum fyrir félagið, endilega sendið mail á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. eða látið formann félagsins vita. Það bráðvantar fólk

Kökubakstur

Kæru félagar! Fáksmenn eru væntanlegir í heimsókn laugardaginn 10. maí. Að venju leitum við til ykkar með kökur og brauð á veisluborðið. Takið nú fram skálar og sleifar og töfrið fram kræsingar á hlaðborðið svo það megi verða jafn veglegt og hefð er fyrir. Bakkelsinu má koma í Harðaból milli 12 og 14 á laugardaginn.

Aðalfundur-Breyting

Hinn árlegi aðalfundur Hestamannafélagsins Harðar verður haldin miðvikudaginn 3 desember næstkomandi en ekki föstudaginn 28 nóvember eins og áður kom fram. Er beðist velvirðingar á þessum mistökum. Hann fer fram í Harðarbóli og hefst kl 20. Allir Harðarfélagar hvattir til að mæta.

Skyldulesning

Kæru Harðarfélagar og aðrir hestamenn sem halda hesta og ríða út á félagssvæði Harðar- vinsamlegast lesið eftirfarandi! Þar sem mikið af félagsgjöldum er ennþá útistandandi og einnig eru margir á svæðinu sem ekki eru félagar þá vill stjórn hestamannafélagsins vekja athygli á eftirfarandi staðreyndum:

Nánar...

Top Reiter Íslandsmót yngri flokka

Íslandsmót barna, unglinga og ungmenna fer fram á Varmárbökkum Mosfellsbæ, dagana 20. 21. og 22. júní. Skráning keppenda fer fram hjá viðkomandi hestamannafélagi, en skráningareyðublöð fást hjá félögunum. Þau eru einnig aðgengileg á netfanginu www.hordur.net, ásamt öðrum upplýsingum. Lokaskiladagur skráninga er 11. júní. Fyrirspurnir má senda á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. Keppt er í eftirfarandi flokkum og greinum:

Nánar...