Formannsfrúarreið Harðarkvenna

Þann 21.maí stendur félagið fyrir kvennareið frá Þingvöllum í Mosfellsbæ. Konur og Hestar verða keyrðir á Þingvöll um morguninn, þar verður borinn fram morgunverður áður en riðið verður af stað.  Síðan er riðið sem leið liggur í réttina við afleggjarann í Kjós, þaðan niður í Stardal og um Skeggjastaði og heim.  Þegar heim er komið bíður kvöldverður í Harðarbóli og söngur og gleði fram eftir kvöldi.  Leiðin er um 34 km, eða sem nemur meðal dagleið í hefðbundinni hestaferð og tekur 5 til 6 tíma með stoppum.  Hver kona þarf að 

hafa tvo hesta til reiðar, en hægt er að fá kerrufar fyrir skiptihesta hvort heldur sem er í réttina eða Stardal fyrir þær sem ekki treysta sér eða vilja ekki teima.  Bíll, kerra, járningarmaður og nesti hitta hópinn á áningarstöðunum.  Þær sem ekki treysta sér til að ríða alla leið geta komið inn í hópinn á hvorum áningastaðnum sem er. 

Ferðin verður dekurferð, haldið vel utan um hópinn, gott nesti  og góður matur í Harðarbóli.  Ferðin er hugsuð bæði fyrir vanar konur og konur sem vilja byrja að kynnast því og læra hvernig er að fara í hestaferð .  Þetta er einnig tilvalið tækifæri til að kynna  sér leiðina til Þingvalla, því þessi reiðleið er perla hér í hlaðinu hjá okkur. 

Kvennadeildin stendur fyrir reiðtúrum annan hvern þriðjudag sem verða smá lengdir þegar líður á vorið og henta vel sem æfingareiðtúrar fyrir Þingvallaferðina.  Reiðleiðin til Þingvalla er misjöfn á þessum árstíma, fer eftir árferði, en þarna er þó komið fram undir júni svo hún ætti að vera orðin góð, leiðin verður skoðuð áður en legt er af stað og ekki lagt í neina tvísínu. 

Ef vel tekst til er stefnt að því að þetta verði árlegur viðburður.

Undirbúningsnefndin