"Betur fór en á horfðist"

 

Á mánudaginn lenti einn af reiðkennurum okkar í því óhappi að hestur sem hún var á fældist og datt hún af baki inni í reiðhöllinni.  Hún fékk mikið höfuðhögg, m.a. rotaðist og fékk heilahristing og er hún mikið marin og með miklar bólgur á höfði. Hún var flutt á spítala með sjúkrabíl, en þess má geta hún er á batavegi. 

Til allrar Guðslukku var hún með hjálm og þarf ekki að spyrja að leikslokum ef hún hefði ekki verið með hann.  Hún hefur verið ötull talsmaður hjálmanotkunar og hvatt fólk sem ekki hefur verið með hjálm á útreiðum til að nota hjálm. Við viljum því hvetja ALLA sem stunda útreiðar að nota hjálma.  Hestamannafélagið Hröður er fyrirmyndarfélag innan ÍSÍ og vill því vera í forystu varðandi hjálmanotkun.