Hvert ert þú að fara? - Umferðarreglur í Reiðhöllinni

Á morgun föstudaginn 31.janúar kl.19.00 verður sýnikennsla áumferðarreglum og fleiru sem hægt er að gera í reiðhöllum (á léttu nótunum).  Það virðist vefjast fyrir ansi mörg hvaða reglur gilda í reiðhöllinni þegar fleiri en einn eru að nota reiðhöllina.  

Því ætla reiðkennara á Harðarsvæðinu að vera með sýnikennslu í umferðarreglum í reiðhöllinni á Varmárbökkum. Húsið opnar kl.19.00 og sýningin kl.19.30. Hvetjum fólk til að koma úr hesthúsnum og kaupa sér kjötsúpu og fleiri veitingar.  Einnig verða til sölu bönd og fleira til að nota fyrir reiðhallarlyklana.

Þulur á sýningunni verður hinn frábæri Eysteinn Leifsson og má því búast við skemmtilegri sýningu.

Hlökkum til að sjá sem flesta.

Reiðkennarar á Harðarsvæðinu.