Nýjar reiðleiðir um Blikastaðanes

Eins og áður hefur verið kynnt eru mikklar framkvæmdir á Blikastaðanesi þar sem verið er að byggja gölfvöll og laga til reiðleiðir. Nú eru nýju reiðleiðirnar yfir og útfyrir nesið að mestu tilbúnar og vel reiðfærar. Athygli er vakin á því að nú er ekki lengur riðin leiðin til vinstri þegar komið er upp úr fjörunni heldur farið eftir nýjum reiðvegi þvert yfir nesið, eða útfyrir nesið, en þannig er hægt að ríða fallega hringleið. Við erum að koma upp áningarstöðum á þessari leið, einum utanvert á nesinu, öðrum við ánna þar sem vegirnir mætast og halda áfram til Reykjavíkur. Gamli áningarstaðurinn með aðhaldinu er nú aflagður.