Opna Íþróttamót Harðar og Vís frestað

Mótinu verður frestað vegna lítillar skráningar, en samt voru skráningar um 50 talsins sem er nokkuð gott miðað við hvernig ástandið er hjá okkur hestamönnum í dag og voru þetta flestar skráningar frá nágrannafélögum okkar, sem segir okkur að pestin er að herja á okkur Harðarmenn af fullum krafti þessa dagana.

Mótið verður haldið 16 - 18 júlí eða tveimur vikum eftir landsmót. Þetta er dagsetninginn sem við ætluðum að vera með Sumarsmell Harðar.

Kveðja mótanefnd Harðar.