Aðalfundur - Ársskýrsla Æskulýðsnefndar Harðar 2019-2020

Formáli

Formaður Æskulýðsnefndar 2019-2020 var Herdís Sig

með henni í nefnd voru þær Helga Skowronski og Kolbrún Jóhannsdóttir. Í Nóvember 2020 kom svo Bryndís Ásmundsdóttir og tók við sem formaður nefndarinnar.

Nefndin starfar í samstarfi við Sonju Noack sem sér um námskeiðahald og annað utan umhald fyrir félagið.

Kynningar viðburða fór fram í gegnum heimaísðu félagsins og í gegnum FB síðu Æskulýðsnefndar.

Hér fyrir neðan sjáum við það litla sem náðist að gera með félaginu vegna Covid 19. En lagt var upp með allskonar viðburðum sem ekki náðist að framkvæma sökum Covids 19

Jólaball

Sameginlegt jólaball var haldið í Spretti 5. Jan 2020 með Spretti og Sörla. Það var ekki mikill mæting og ætla formenn að skoða hvort jólaball verði með öðru sniði næsta ár. 

Þrif á reiðtygum

Til að gera okkur klár fyrir veturinn, þá hittumst við 9. Jan og þrifum reiðtygin okkar uppí reiðhöll og fengum pizzur á eftir. Þessi viðburður er alltaf vel sóttur og mættu fullt af vöskum krökkum og foreldrum. Helga Söðlasmiður sá um þennan viðburð.

Gistipartý

Við náðum að halda gistipartý í Harðarbóli  2. Mars 2020. Þetta var vel sóttur viðburður hjá krökkunum í æskulýðsnefnd og gistu háttí 20 krakkar. Boðið var uppá pizzu og morgunmat. Kolbrún Jóhannsdóttir sá um þennan viðburð.

Æskan og hesturinn

Undirbúningur var í gangi og var von okkar um að við gætum haldi viðburðinn Æskan og hesturinn. En því miður frestaðist hann vegna Covid 19. Alexandra Stegemann hélt utan um þennan undirbúning.

 

 

Uppskeru hátíð 

Ekki náðist að halda uppskeruátíð að þessu sinni vegna samkomu takmarkana. En við náðum að reikna saman stig fyrir stigahæðstu knapa Harðar og í barnaflokki voru það 

Oddur Arason og Ísabella Játvarðsdóttir. 

Í unglingaflokk voru það Benedikt Ólafsson og Viktoría Von Ragnarsdóttir. 

Í ungmennaflokk var það Erna Jökullsdóttir. 

Þegar búið var að reikna stig var haft samband við viðkomandi einstaklinga og þeir boðaðir 10. Des upp í reiðhöll til að koma í myndatöku og afhendingu veðlauna. Bryndís Ásmundsdóttir sá um þennan viðburð. Það verður vonandi hægt að hafa einhvern viðburð fyrir krakkanna fljótlega.

 

 

Aðrir viðburðir

Því miður náðist ekki að halda fleirri viðburði þetta árið vegna samkomu takmarkanna 

Lokaorð 

Árið 2019-2020 var því miður litað af samkomu takmörkunum. En við vonum að árið 2021 verði betra. Ekki hefur náðst að safna saman fólki til að starfa í æskulýðsnefnd og óskum við eftir því að það komi einhverir og haldi áfram að láta starfið blómstra eins og hefur verið undanfarin ár. 

Fyrir hönd æskulýðsnefndar skilar hér formaður æskulýðsnefndar Bryndís Ásmundsdóttir árskýrslu nefndar.