Stjórnarfundur 11. febrúar 2008


Stjórnarfundur 11. feb. 2008 kl. 18.00

Fundur 4

Fundarstaður: Harðarból

Fundur hófst  kl. 18.00

 

Mættir voru:

Guðjón Magnússon                                         8945101          This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Guðný Ívarsdóttir                                           8997052          This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Ingvar Ingvarsson                                           8212801          This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Ólöf Guðmundsdóttir                                     8980247          This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Sigurður Teitsson                                            8965400          This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.


  1. Upplýsing flugvallarhrings og viðbótarreiðleiðir

Kynnt var staða mála með viðbótar reiðleiðir við flugvallarhringinn, en auk þess stendur til að lýsa hann upp fyrir næsta vetur.  Málið er í skoðun hjá bænum og verður stikaðar út nýjar reiðleiðir strax og frost fer úr jörðu.  Samþykkt að halda þessu verkefni áfram.

 

  1. Fjáröflun

Fjáröflun er í fullum gangi og verið að semja við helstu styrktaraðila.  Tillaga um að fá einhvern fagmann til að selja auglýsingar og afla styrkja gegn prósentum, einkum með tilliti til þess að reiðhöllin rís á næstunni.  Samþykkt að kanna málið við Birnu.

 

  1. Staða reiðhallarmála

Nú lítur loksins út fyrir að reiðhallarmálin séu að komast á skrið.  Aðalverktakinn hefur verið í vandræðum með að ná gögnum frá undirverktaka sínum en hefur nú leyst hann frá skildum sínum og fengið annan til að annast þennan verkþátt.  Sá lofar að skila verkinu fljótt og vel og ætti þá að vera hægt að halda áfram með undirstöður reiðhallarinnar.

 

  1. Reiðleiðakort

Reiðveganefnd vinnur nú að gerð reiðvegakorts af öllum Mosfellsbæ, en þetta er sama vinna og hin hestamannafélögin á höfuðborgarsvæðinu hafa verið að gera.  Kort voru lögð til af Mosfellsbæ endurgjaldslaust, og reiðveganefndin skráir leiðirnar í sjálfboðavinnu en kaupa þarf vinnu við að teikna leiðirnar upp og er sú vinna unnin af Landslagi ehf, en sú stofa hefur verið að deiliskipuleggja stækkun á hesthúsahverfinu á svæðinu við Sorpu.  Áætlaður kostnaður vegna þessa er um 500 þús. kr. Samþykkt einróma.

 

  1. Samningur við Mosfellsbæ vegna æskulýðsstarfs og afreksmannasjóð.

Kynntir samningar sem verið er að gera við Mosfellsbæ um æskulýðsstarfið og afreksmannastarfið, en þessir samningar verða til þess að nánast tvöfalda þá styrki sem félagið fær frá Mosfellsbæ á næstu 4 árum.  Samþykkt einróma.

Einnig var rætt um að koma afreksmannamálunum í farveg, en fram að þessu hafa þeir sem komnir eru úr ungmennaflokki þurft að sjá um sig algjörlega sjálfir og fá litla aðstoð frá félaginu.

 

  1. Kennslumál fræðslunefndar, takmarkaðir tímar í reiðhöll

Þar sem við höfum aukið æskulýðsstarfið gríðarlega er notkun reiðhallarinnar nánast fullnýtt af æskulýðsnefndinni.  Þó hefur tekist að koma fyrir námskeiðum fyrir fullorðna, þó þau séu vissulega ekki í þeim mæli sem við hefðum óskað.  Það stendur þó til bóta á næsta ári.

 

  1. Bókhald og utanumhald fjármála frá degi til dags.

Verið er að leggja á það áherslu að bókhald sé fært frá degi til dags þannig að það nýtist sem stjórntæki en ekki bara sem söguleg staðreynd á aðalfundum. GÍ er að ljúka við bókhald ársins 2007 og fer í beinu framhaldi af því í bókhald 2008.  Greiðsluseðlar verða sendir út um leið og rétt félagatal liggur fyrir.

 

  1. Íþróttamót Harðar 2008 – fyrsta Glitnismótið í mótaröð

LH hefur boðið Herði að sjá um fyrsta Glitnismótið í mótaröð sem hefst hér hjá okkur með íþróttamóti Harðar, annað mótið verður svo Reykjavíkurmeistaramótið og þriðja og síðasta Íslandsmótið í sumar.  Glitnir leggur til verðlaunagripi fyrir mótin.  Samþykkt einróma.

 

  1. Útgáfa félagsrits

Útgáfu félagsrits verði hraðað eins og hægt er, en textinn er að mestu tilbúinn, þó vantar myndir af Súsönnu og Halldóri.  GÍ er að ljúka við að koma félagatalinu í lag og í framhaldi af því verður blaðið sett, prentað og póstlagt hjá prentsmiðjunni Viðey.

 

  1. Þolreið í Laxnes

Lögð fyrir tillaga um að Hörður taki að sér að halda þolreiðarkeppnina Laxnes Icelandair á Íslandi.  Þessi keppni er nú haldin á nær öllum norðurlöndunum og Þýskalandi auk Íslands.  Leiðin sem riðin hefur verið er frá Víðidal í Laxnes.  Hugsanlegt er að hestamannafélögin á höfuðborgarsvæðinu sendi lið til keppninnar.  Útfært nánar síðar í samvinnu við ferðanefnd.  Samþykkt einróma.

 

  1. Bikar fyrir íþróttamann Harðar

Fram að þessu hefur íþróttamaður Harðar fengið nafnið sitt grafið í skjöld og farandbikar.  Þetta fyrirkomulag er þungt í vöfum þar sem „innheimta“ þarf bæði bikar og skjöld fyrir hverja árshátíð.  Skjöldurinn tapaðist fyrir nokkrum árum og var leitað mikið að honum og lágu ýmsir undir grun um að hafa tínt honum.  Hann kom svo í leitirnar um daginn og var þá á verðlaunabikar hillunni í Harðarbóli!!!!  Það er því lagt til að íþróttamanni Harðar verði afhentur áletraður bikar til eignar í framtíðinni.  Nöfnin verði áfram grafin í skjöldinn á meðan pláss leifir, en hann verði varðveittur í Harðarbóli.  Samþykkt einróma.

 

  1. Viðurkenning fyrir íþróttamann Mosfellsbæjar

Rætt var hvort ekki væri rétt að heiðra Halldór Guðjónsson sérstaklega á árshátíð félagsins fyrir þann frábæra árangur að vera kjörinn íþróttamaður Mosfellsbæjar.  Ákveðið að leggja til við árshátíðarnefnd að láta grafa í hestastyttu áletrun sem segði: Íþróttamaður Mosfellsbæjar 2007 Halldór Guðjónsson  viðurkenning frá félögunum í hestamannafélaginu Herði.

 

 

Fleira var ekki gert og fundi slitið

 

 

Verkefnalisti stjórnar

 

  1. Beitarmál, fjölga beitarstykkjum, ræða við Valdimar ÓG
  2. Fréttabréf í janúar                                                                   RJ
  3. Félagatal, koma því í lag                                                        
  4. Verklýsingar fyrir stjórn og nefndir                                        GM, + allir
  5. Lýsing á flugvallarhring                                                          GM +Bjarni Leirv.tungu
  6. Heygeymslusvæði á Harðarsvæðinu                                       ÓG  GM
  7. Lagfæra upplýsingatöflu                                                         GM +Keli
  8. Bikar og skjöldur fyrir árshátíð                                               GM
  9. Félagatal                                                                                 

 

 

Verkefnalisti lokið

 

  1. Mótadagar, festa mótadaga                                                    JJ og ÞÖG       Lokið
  2. Uppgjörsmál, aukaaðalfundur 6.nóv.kl 20.00                                             Lokið
  3. Uppgjör 2006                                                                                              Lokið
  4. Lagfæra upplýsingatöflu og setja nýja upp í dal                     GM  RJ  ST     Frestað
  5. Rekstur Harðarbóls, ákveða fyrirkomulag á næsta ári            GB                  Lokið
  6. Dagatal, koma því í framkvæmd                                            ST                    Lokið
  7. Fasteignagjöld á hesthús, ræða við Ragnheiði Ríkharðsd.     GM                  RR
  8. Rif á restinni af dómpallinum, fá leifi byggingaryfirvalda     GM                  Lokið

 

 

Tengiliðir við nefndir

 

Fræðslunefnd                                      RJ

Beitar- og umhverfisnefnd                  ÓG

Æskulýðsnefnd                                   ÓG og ÞÖG

Reiðveganefnd                                    RJ

Reiðhallarnefnd                                  GM

Ferðanefnd                                          II

Fjáröflunarnefnd                                 ST

Mótanefnd                                          JI
Vallarnefnd                                         JI
Skemmtinefnd, árshátíðarnefnd         GM

Deild hesthúseigenda                          ÓG

Heimasíða og útgáfa félagsrits            RJ
Harðarból, rekstur                               GB

Harðarból, útleiga                               GB

 

 

Fundartímar stjórnar

 

Fastir fundartímar eru einu sinni í mánuði kl. 18.00 á neðangreindum dögum, aukafundartímar verða boðaðir sérstaklega ef þörf þykir kl. 18.00 á neðangreindum dögum.

 

10. desember  Fastur fundartími

14. janúar       Fastur fundartími

28. janúar        Aukafundartími

11. febrúar     Fastur fundartími

25. febrúar       Aukafundartími

10. mars          Fastur fundartími

31. mars           Aukafundartími

14. apríl          Fastur fundartími

28. apríl           Aukafundartími

5. maí              Fastur fundartími

26. maí                        Aukafundartími

9. júní             Fastur fundatími