Stjórnarfundur 10.12.2007

Hestamannafélagið Hörður

 

Stjórnarfundur 10. des. 2007 kl. 18.00

 

Fundur 2

Fundarstaður: Harðarból

Fundur hófst  kl. 18.00

 

Mættir voru:

           

Guðjón Magnússon formaður                            This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Ólöf Guðmundsdóttir    meðstjórnandi               This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Sigurður Teitsson   meðstjórnandi                      This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Þórir Örn Grétarsson    varamaður                    This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

 

 

1.      Fasteignagjöld í C flokk í stað A

Búið að ræða við Ragnheiði Ríkharðsdóttur alþingismann sem gekk rösklega í málið fyrir okkur, en eitthvað virðist þessi klaufagangur vera að vefjast fyrir mönnum.  LH er líka að reyna að gera eitthvað í málinu.  Er í áframhaldandi vinnslu.

 

2.      Nýr vegur að Leirvogstungu, ábending frá framhaldsaðalfundi um að halda almennan félagsfund um málið.  Ákveðið að byrja á því að setja gögn um umræddan veg inn á heimasíðuna og í félagsritið sem kemur út í janúar þannig að allir félagsmenn séu upplýstir um málið.  Þáverandi stjórn félagsins fór yfir umrædda framkvæmd fyrir um tveim árum og var komið til móts við allar kröfur hestamannafélagsins hvað varðar legu reiðleiða, undirgöng, brýr o.þ.h. (aðrar en þær að hætt yrði við veginn sem vissulega var efst á óskalistanum).  Þannig var tryggt að þörfum hestaíþróttarinnar sem slíkrar væri mætt.

 

3.      Rif á restinni af dómpallinum, fá leifi byggingaryfirvalda, GM falið að fá leifi til niðurrifs.

 

4.      Söluaðstaða fyrir heyrúllur, rætt um hvernig þessu væri best fyrir komið þar sem hlöður gerast nú æ minni vegna lagabreytingar um hlöðustærðir.  Ýmsir möguleikar í stöðunni en fundarmenn eru sammála um að ekki sé hægt að opna stæði þar sem öllum sé frjálst að geyma rúllur, það hefur allstaðar reynst illa þar sem það hefur verið reynt. Sóðaskapur og ill umgengni.  Þess í stað verði fundin staðsetning fyrir slíka stæðu og komið upp afgirtu plani fyrir starfsemi sem síðan yrði leigð út.  Í millitíðinni verður rætt við bændur í nágreninu um að þeir annist slíka þjónustu fyrir félagsmenn, en Hrísbrúarbændur hafa geymt hey fyrir einstaklinga.

 

5.      Bæta umgengni í hverfinu, áhugi er á meðal stjórnarmanna að stórbæta umhverfið í hesthúsahverfinu.  Hesthúseigendadeildin er þegar komin í gang og er nú verið að lagfæra og fara yfir allt svæðið, bera í stæði og götur og snyrta til.  Í framhaldinu verða umgengnisreglur á hesthúsasvæðinu kynntar, en þær hafa verið til í langan tíma og eru samþykktar af bæjarstjórn Mosfellsbæjar.  Nú er kominn tími til að þeim verði framfylgt.  Einnig kom fram að hnykkja þarf á reiðleiðum í hverfinu, það þarf að vera opin örugg reiðleið um hverfið án þess að menn þurfi að ríða mis stabílum hestum milli bíla, hestakerra og flaksandi heyrúllna.  Þannig er t.d. austasta gatan í hverfinu reiðstígur, en ekki akvegur eins og hinar göturnar.  Einnig er ætlast til að menn leggi bílum í þar tilgerð bílastæði en ekki framan við húsin í götunum. 

 

6.      Snjóruðningur verður á helstu reiðleiðum umhverfis hverfið í vetur, flugvallahring og leiðinni út í fjöru.

 

7.      Landslag ehf hefur verið falið að koma með tillögur að umhverfismótun við norðurvöllinn, hæðasetja og koma þar fyrir áhorfendabrekkum, bílastæðum og aðstöðu fyrir keppendur.

 

8.      Nýjar byggingalóðir í hverfinu, Landslag ehf er að vinna að tillögu um stækkun hverfisins, en hugmyndin er að stækka það til austurs, fyrir neðan Sorpu.

 

9.      Hörður fyrirmyndarfélag, nú er að ljúka vinnu við að koma Herði í flokk með fyrirmyndarfélögum innan ÍSÍ.  Við verðum þá annað hestamannafélagið sem hlýtur þá viðurkenningu.

 

10.  Umhverfis og beitarnefnd, einhverjar breytingar á fyrirkomulagi beitar næst hesthúsasvæðinu eru yfirvofandi og verða kynntar sérstaklega á næstunni.

 

11.  Dagskráin fyrir 2008, er orðin nánast full mótuð og verður sett inn á nýtt dagatal heimasíðu Harðar fljótlega, auk þess sem hún verður prentuð á dagatal og sett í fyrsta fréttabréf Harðar sem kemur væntanlega út í janúar.

 

12.  Úrtaka fyrir landsmót, ákveðið að hafa tvær úrtökur fyrir landsmót, þá fyrri dagana 27, 28 og 29 maí.  Seinni úrtakan verður svo gæðingamótið.

 

 

Fleira var ekki gert og fundi slitið