Stjórnarfundur 11. nóvember 2022

 

 Stjórnarfundur Hestamannafélagsins Harðar 

haldinn í Harðarbóli, 

fimmtudaginn 11. nóvember 2022 kl. 19:30 

Mætt: Margrét Dögg Halldórsdóttir, Ingibjörg Ásta Guðmundsdóttir, Anna Lísa Guðmundsdóttir, Ragnhildur Traustadóttir, Berghildur Ásdís Stefánsdóttir, Viktoría Von Ragnarsdóttir, Einar Franz Ragnarsson, Hermann Jónsson. 

Dagskrá: 

1. Fundargerð síðasta fundar 

2. Festa fundartíma vetrarins 

3. Reiðvegamál 

4. Umsókn um fyrirmyndarfélag 

5. Dagskrá framundan og viðvera stjórnar 

6. Nefndir 

7. Framkvæmdir framundan 

8. Önnur mál 

 

1. Fundargerð síðasta fundar 

 

Fundarmenn samþykkja síðustu fundargerð. 

2. Festa fundartíma vetrarins 

 

Fundir verða fyrsta miðvikudag hvers mánaðar kl 18:00 veturinn 2022-2023. 

3. Reiðvegamál 

 

Margrét fundaði með Kristni skipulagsfulltrúa, Þorsteini og Láru frá bænum vegna reiðvegar með Hafravatni. Vegagerðin er neikvæð fyrir því að leggja reiðveg samhliða götunni vegna kostnaðar. Eru núna hugmyndir uppi að fara með reiðveginn hinumegin við vatnið. Bærinn vill að hestamannafélagið hafi frumkvæðið að tala við landeigendur þar til að leyfa reiðveg í gegnum landið þeirra. Stjórn er ekki sammála því að félagið þurfi að standa í þessum málum og vill að lagður verði vegur með malbikaða veginum, þó hann væri ofar í hlíðinni fyrir ofan sumarbústaðarlóðirnar, og sé kostnaðarsamur. Tillaga bæjarins að setja veginn hinumeginn við vatnið var send á Sæmund, formann reiðveganefndar en hann á til ýmis tölvupóstasamskipti við bæinn og vegagerðina varðandi lagningu þessa vegar. Sæmundur var búinn að rissa upp reiðveg sem á að liggja með Hafravatnsveginum, en þau gögn virðast ekki vera í umræðunni í dag og eins og þau hafi bara gleymst. Reiðveganefnd LH er líka að að reyna að berjast fyrir að fá þennan veg lagðan. Margrét formaður ætlar að sanka að sér fleiri upplýsingum um málið og hefur óskað eftir að fá annan fund með bænum. 

Búið er að samþykkja breytingarnar á reiðveginum við Skiphól og erum við komin með framkvæmdarleyfir fyrir þeim vegi. 

Grjótmulningsvélin er búin að fara Ístakshringinn allann. Brekkuna hjá hitaveiturskúrnum frá Mosfellsdal yfir í Skammadal og líka brekkuna hjá Fuglaskoðunarhúsinu. Borið hefur verið í þessar leiðir líka. 

Þyrfti að setja á áætlun að viðhalda brúnni við Leirvogsá sem fer undir Vesturlandsveginn. Hún er farin að láta á sjá. Einnig er Leirvogsáin farin að grafa ansi vel úr reiðveginum á einum stað þegar maður nálgast þessa brú. Rætt verður við Rúnar varðandi lagfæringar á brúnni, hvaða farveg það ætti að fara í. 

Ætlum að tala við formann reiðveganefndar LH varðandi að minna á og endurvekja verkefnið að Vegagerðin setji undirgöng undir Þingvallaveginn á gatnamótunum við Laxnes og Hraðastaði. Hefur verið talað um að gera þetta í fjölda ára. Ætlum einnig að tala við bæinn um hvort þeir geti beitt sér eitthvað í því máli. 

4. Umsókn um fyrirmyndarfélag 

 

Síðasta skjalinu var skilað í dag og þá á þetta að vera komið. 

5. Dagskrá framundan og viðvera stjórnar 

 

Margt er í gangi á vegum félagsins á næstunni. Sonja sér um að uppfæra dagskránna inná heimasíðunni og allir viðburðirnir séu vel sýnilegir og á sama stað. 

Næstkomandi fimmtudag er fyrirlestur um hófsperru og fjöldi manns eru búnir að boða komu sína á Facebook viðburðinum. Þeir stjórnarmeðlimir sem hafa tök á að mæta og undirbúa koma fyrr til að stilla upp. 

Svo er félagið með opinn dag næsta sunnudag. Sonja er búin að setja saman sýningu. Nemendurnir hjá FMos verða með atriði, krakkarnir í félagshesthúsinu og nemendurnir í Hestasnilld reiðskólanum. Fleiri hestamenn hjá félaginu ætla einnig að koma að sýningunni og koma með atriði. Búið er að auglýsa daginn í Mosfellingi, einnig verður starfsmönnum bæjarins og bæjarstjórn formlega boðið. Að sýningu lokinni verða þeir sem hafa áhuga með opið hesthús þar sem gestir og gangandi geta komið og kíkt í heimsókn. Kleinur, djús og kaffi verður í boði í reiðhöllinni eftir sýninguna. 

Formaður Óskar eftir að þegar viðburðir eru séu alltaf einhverjir úr stjórn viðstaddur, þó vioburðurinn sé ekki beint á forræði stjórnar. 

6. Nefndir 

 

Sem hluti af umsóknarferli um fyrirmyndarfélag þarf félagið að koma upp siðanefnd. Nefndin er fyrsti snertiflötur ef eitthvað kemur uppá. Jón Geir var kosinn með öllum greiddum atkvæðum sem formaður siðanefndar. 

Anna Lísa og Dísa bjóða sig fram í fræðslunefnd með Sonju. Ætla að funda með henni um komandi viðburði. 

Árshátíðarnefnd er í undirbúningi. 

Kynbótanefnd er að hefja störf. 

Vantar enn að fá fólk í ferðanefnd. Mikill áhugi er hjá fólki að fara túra en enginn til í að taka þetta að sér. 

7. Framkvæmdir framundan 

 

Kominn er tími á að tæta gólfið aftur í reiðhöllinni. Búið er að panta flís í gólfið. Búið er að taka hringgerðið út til að geta tætt gólfið. 

Fyrir yfirbyggða hringerðið þarf bærinn að breyta afstöðumyndinni á deiluskipulaginu. 

Komnir eru skápar fyrir skrifstofuna. 

Hurðirnar eru orðnar brunahæfar og búið er að kaupa leiðarljósin. En á eftir að setja þau upp. 

Þarf að mála Harðarból. 

Búið er að kaupa lítið svið sem er tilfæranlegt. 

8. Önnur mál 

 

Einar er að vinna í auglýsingunum í reiðhöllinni. Hermann ætlar að hjálpa Einari með það verkefni. 

Allt enn stopp í úthlutun lóða. Kristinn skipulagsfulltrúi var jákvæður með að laga lóðarleigusamningana, fáum lóðaleigusamninga sem gilda til lengri tíma. Lögfræðingur bæjarins er að skoða flöt á því. Þurfum líka betri samning um að eigendur þurfa að fjarlægja húsin sjálfir. Greinilega mikiið ósamræmi á milli samninga einstakra húseigenda, þarf að samræma það. 

Þurfum að ýta á fólk að skoða lóðaleigusamningana sína því þeir eru mismunandi og mis góðir. Þarf að endurnýja þá samninga sem eru ekki hagstæðir. 

Ekki var fleira rætt á fundinum. 

Fundi slitið 20:13 

Fundargerð ritaði Ingibjörg Ásta Guðmundsdóttir.