Stjórnarfundur 27. september 2021

 

 Stjórnarfundur Hestamannafélagsins Harðar 

haldinn í Harðarbóli, 

mánudaginn 27. september 2021 kl. 18:00 

Mætt: Margrét Dögg Halldórsdóttir, Ingibjörg Ásta Guðmundsdóttir, Einar Guðbjörnsson, Aðalheiður Halldórsdóttir, Jón Geir Sigurbjörnsson, Ragnhildur Traustadóttir, Anna Lísa Guðmundsdóttir, Rúnar Þór Guðbrandsson, Magnús Ingi Másson 

Dagskrá: 

1. Reiðhöllin 

2. Beitarúttekt 

3. Samningur um styrki frá Mosfellsbæ 

4. Flugeldasýningin um daginn 

5. Félagshesthús 

6. Starfslýsing og samningur við starfsmann og yfirreiðkennara 

7. Aðalfundur 

8. Breyting á deiliskipulagi 

9. Íslandsmót 

10. Önnur mál 

 

1. Reiðhöllin 

 

Búið að tæta upp gólfið og vantar bara að bæta furuflísinn í, von er á henni á næstu dögum. Fallmöl var blandað saman við undirlagið svo það þéttist ekki og harðni eins og það hefur gert. Búið er að panta allskona búnað fyrir reiðhöllina. Hindranir og annað gagnlegt sem hægt er að nota við kennslu og æfinga. Reiðhallarnefnd fer í að panta græjuna til að tæta upp völlinn sem var búið að ákveða að kaupa. 

2. Beitarúttekt 

 

Úttektin kom almennt mjög vel út. Þar sem gras var enn mjög mikið máttu þeir aðilar framlengja um viku til að éta upp til að draga úr sinu. Stjórn vill nota skýrsluna, fara yfir niðurstöðurnar og athuga hvað betur má fara. Sum beitarhólf voru of lítið beitt og þarf að skoða nýtingu á þeim ekki síður en þeim sem eru á mörkum að vera of beitt. 

3. Samningur um styrki frá Mosfellsbæ 

 

Margrét formaður, Ragnhildur gjaldkeri, Rúnar framkvæmdarstjóri og Hákon fyrrum formaður hittust um daginn og fóru yfir hvaða samninga þarf að endurnýja við bæinn. Núverandi samningur er mjög góður, hann er vísitölutengdur og hækkar einnig um 3% á hvejru ári. En það sem við viljum bæta við er að fá meiri styrk til að borga starfsmanni. Erum í dag aðeins að fá fyrir eitt stöðugildi í 3 mánuði en þurfum að fá meira. 

4. Flugeldasýningin um daginn 

 

Rætt var við Aftureldingu eftir umtöluðu flugeldasýninguna sem varð óvænt eftir sigurleik hjá kvennaliðinu í knattspyrnu. Kom í ljós að Afturelding stóð ekki beint að þessari sýningu, heldur hafi einhver stuðningsaðili skotist og sótt eina tertu þegar í ljós kom að liðið væri að vinna. Svo sýningin kom 

öllum að óvörum. En Afturelding baðst innilegrar afsökunar á þessu og munu gera sitt besta til að koma í veg fyrir að þetta gerist aftur. 

5. Félagshesthúsið 

 

Erfitt hefur reynst að fá svör frá bænum varðandi fjármagn í verkefnið. Er því nauðsyn að fresta verkefninu fram yfir áramót. Helgi í Blíðubakkahúsinu heldur enn 10 plássum fyrir þessa starfsemi. 

6. Starfslýsing og samningur við starfsmann og yfirreiðkennara 

 

Starfslýsingin fyrir Sonju var uppfærð og gerð ítarlegri. Hún er sátt við það að skipta laununum annarsvegar fyrir yfirreiðkennsluna (sem er aðeins hluti af árinu) og hins vegar fyrir starfið sem hún sinnir allt árið um kring. Hugmynd er að bæta inn í samninginn hjá henni að aðstoða við mótahaldið. Þ.e. umsýsla og skráning kringum mótin. Þetta verður rætt betur við Sonju og útfært með mótanefnd. 

7. Aðalfundur 

 

Aðalfundurinn verður haldinn 27. október. Þarf að auglýsa 2 vikum fyrir fund. Þarf að fara yfir hverjir hætta í stjórn og hverjir gefa kost á sér áfram og nýir. Nefndir þurfa að skila inn skýrslum, formaður þarf að gera skýrslu stjórnar og Ragga gjaldkeri sér um að gera yfirlit fjármálanna. 

8. Breyting á deiliskipulagi 

 

Nýtt deiliskipulag hefur verið kynnt fyrir Leirvogstunguhverfið og er þar reiðvegurinn sameinaður með göngustíg með Köldukvísl. Hestamannafélaginu lýst ekki á það og mun senda inn athugasemd varðandi það. 

9. Íslandsmót 

 

Áhugi er fyrir því að sækja um að halda Íslandsmót barna og unglina fyrir sumarið 2023. Þá getur félagið verið búið að uppfæra völlinn því hann þarf töluverðar lagfæringar. 

10. Önnur mál 

 

Ingimar Sveinsson bauð félaginu að gefa því námskeið sem hann á tilbúin. Stjórn ætlar að tala við hann og fá hann til að vera með námskeiðin og sjá um að auglýsa þau fyrir hestamenn. 

Engin starfandi fræðslunefnd er núna sem heldur utanum það að halda t.d. fræðslukvöld eða sýnikennslu í reiðhöllinni. Auglýsa verður á síðu félagsins eftir áhugasömum í fræðslunefnd. 

Skilaboð frá mótanefnd er að mikill áhugi er fyrir því að bæta við mótum og halda jafnvel mótaröð í samstarfi við félögin á höfuðborgarsvæðinu. Mótanefnd er að fara að funda í vikunni með félögunu í kring og munu koma nánari upplýsingar um það á næsta fundi. 

Fleira var ekki rætt á fundinum. 

Fundi slitið 19:02 

Fundagerð ritaði Ingibjörg Ásta Guðmundsdóttir