Stjórnarfundur 1. mars 2021

Stjórnarfundur Hestamannafélagsins Harðar 

haldinn í Harðarbóli, 

þriðjudaginn 1. mars 2021 kl. 19:30 

Mætt: Margrét Dögg, Ragnhildur Traustadóttir, Ingibjörg Ásta Guðmundsdóttir, Anna Lísa Guðmundsdóttir, Einar Guðbjörnsson, Magnús Ingi Másson, Aðalheiður Halldórsdóttir, Jón Geir Sigurbjörnsson, Rúnar Þór Guðbrandsson, Sonja Noack og Rúnar Sigurpálsson. 

Dagskrá: 

1. Gjald eldri félaga 

2. Ástand reiðhallar og framkvæmdir 

3. Framkvæmdir við samgöngustíg og hjáleið 

4. UMSK 

5. Tungubakkahringur, reiðvegur og rekstur 

6. Endurnýjun samnings við Hestamennt v reiðskólans 

7. Tilkynningar á heimasíðu og FB (hver og hvað, undirskrift ofl) 

8. Framkvæmdanefnd 

9. Fjölga fundum? 

10. Önnur mál 

 

1. Gjald eldri félaga 

 

Hækkun á gjaldi til félagsmanna 70 ára og eldri var ákveðið á aðalfundi og verður að standa. Erum að greiða fyrir félaga sem hafa jafnvel ekki lengur áhuga á að vera í félaginu, við þessar breytingar verður félagatalið rétt. 

2. Ástand reiðhallar og framkvæmdir 

 

Hugmynd kom um að kaupa annan herfi sem henntar fyrir furuflísargólfið. Magnús Ingi ætlar að athuga hvaða tæki henti best og hvað það kostar. 

Einnig verða endurnýjað og bætt við fleiri tækjum og dóti sem eru notuð á námskeiðum eins og brokkspírur, keilur og fleira. 

Securitas sér um reglulega úttekt á brunavörnum og þarf að athuga hvenær þeir koma í næstu skoðun. 

Tímastillirinn fyrir úðunarkerfið er enn í pöntun. 

Hægt er að geyma í vesturhluta hallarinnar t.d. traktorinn og annað sem geymt er í austur hlutanum til að hafa snyrtilegra og meira pláss. 

3. Framkvæmdir við samgöngustíg og hjáleið 

 

Félagið fær svar um leið og kemur í ljós hvort að verði hægt að nota hjáleiðina sem stjórnin lagði til með gervigrasvellinum. Í kjölfarið verður hjáleiðin auglýst og merkt fyrir hestamenn að fara með aðgát. 

4. UMSK 

 

Margrét Dögg er komin í varastjórn hjá UMSK. 

5. Tungubakkahringur, reiðvegur og rekstur 

 

Erfitt að eiga við þennan veg, koma pittir í hann þegar frost leysir úr jörðu. Samkvæmt úttekt sem var gerð þá skemmir bíll ekki meira en hestur. En ákveðið var samt þegar byrjað var að hafa eftirlit og reglur með rekstrinum fyrir nokkrum árum að það væru þungatakmörk á bílnum sem rekur. En reglur varðandi rekstur á Tungubakkahringnum eru aðgengilegar á heimsíðu félagsins. Ekki er búið að gera rekstrarsamning við þá hópa sem eru í gangi. Þrír hópar eru í gangi og eiga þeir að borga til félagsins fyrir rekstur. Rukkað er 8000kr á mánuði og gert er ráð fyrir ekki fleiri en 40 hesta í hóp. Heilt yfir hefur gengið mjög vel að fylgja reglum þó komið upp óhöpp. 

6. Endurnýjun samnings við Hestamennt v reiðskólans 

 

Hestamennt vill endurnýja samninginn frá síðasta ári og er hann eins en biðja þau um hvort hann geti tekið gildi fyrr og var það samþykkt. 

7. Tilkynningar á heimasíðu og FB (hver og hvað, undirskrift ofl) 

 

Tilkynningar koma inná heimasíður og FB gegnum Sonju og tekur formaður fram hvort að stjórnin skrifar undir ákveðnar tilkynningar. 

8. Framkvæmdanefnd 

 

Framvkæmdrnefnd gerði framkvæmdaráætlun fyrir nokkrum árum og hefur félaginu gengið vel að vinna eftir þeirri áætlun. Framkvæmdarnefndin sér um að fylgja þessari áætun eftir. Nefndarmeðlimir eru Margrét Dögg formaður, Rúnar framkvæmdarstjóri, Einar, Anna Lísa og Ingibjörg 

9. Fjölga fundum? 

 

Ákveðið var að fjölga fundum í tvo á mánuði. 

10. Önnur mál 

 

Stína Halldórs er formaður ferðanefndar og hafa þau skilað inn dagskrá sinni fyrir vorið. Hún verður aðgengileg á heimasíðu félagsins. 

Varðandi beitarmál þá var ákveðið að vera fyrr á ferðinni með svör fyrir beitarhólfin. Opni fyrir umsóknir í mars og verði búið að útdeila fyrir lok apríl. Þeir sem halda utanum beitarmálin eru Margrét Dögg formaður, Rúnar framkvæmdarstjóri, Aðalheiður, Ingibjörg og Rúnar Þór. 

Fleira var ekki rætt á fundinum. 

Fundi slitið 21:06 

Fundargerð ritaði Ingibjörg Ásta Guðmundsdóttir