Stjórnarfundur 27. janúar 2021

Stjórnarfundur Hestamannafélagsins Harðar

haldinn í reiðhöll Harðar miðvikiudaginn 27. janúar 2021 kl. 19.30

Mætt voru Hákon Hákonarson formaður, Ragnhildur Traustadóttir gjaldkeri, Ingibjörg Ásta Guðmundsdóttir ritari, Haukur Níelsson meðstjórnandi, Anna Lísa Guðmundsdóttir meðstjórnandi, Einar Guðbjörnsson meðstjórnandi og Rúnar Sigurpálsson framkvæmdarstjóri. 

Dagskrá:

  • Samkvæmt lögum félagsins, leggur stjórn félagsins ltillögu um félagsgjald 2021 fyrir aðalfund.Félagsgjald er 12.000 krónur, sem er lægsta gjald hestamannfélaganna á Höfuðborgarsvæðinu. Tillaga um að hækka árgjaldið í 15.000 krónur.Hækkkun hefur orðið á aðildargjaldi til LH um 300 krónur, áfram verður greitt 300 krónur pr félagsmann til HOI og innifalið í gjaldi verði m.a. 350 króna gjald vegna aðgangs að myndböndum Worldfengs.  Börn að 18 ára aldri verði gjaldfrjáls, sem er nýtt, 18 ára og eldri greiði 50% af fullu félagsgjaldi og tillaga um að 70 ára og eldri geiði einnig 50% af fullu gjaldi.  Hingað til hafa 70 ára og eldri verið gjaldfrjáls.  Umræður.  Tillögurnar samþykktar samhljóða. 
  • Önnur mál.

Undirbúningur fyrir aðalfund félagsins.

Fundarslit kl 20.00.

Fundargerð ritaði Ingibjörg Ásta Guðmundsdóttir.