Stjórnarfundur 30. september 2020

Stjórnarfundur Hestamannafélagsins Harðar

haldinn í Harðarbóli,

miðvikudaginn 30. september 2020 kl. 17:30.

Mætt: Hákon Hákonarson, Ingibjörg Ásta Guðmundsdóttir, Haukur Níelsson, Anna Lísa Guðmundsdóttir, Rúnar Þór Guðbrandsson, Rúnar Sigurpálsson, Gígja Magnúsdóttir, Ragnhildur Traustadóttir, Einar Guðbjörnsson.

Dagskrá:

  • Nýtt deiliskipulag
  • Erindi frá hestamönnum á Kjalarnesi
  • Staða framkvæmda
  • LH þing
  • Auglýsingar reiðhöll
  • Íþróttamaður ársins
  • Önnur mál
  • Nýtt deiliskipulag

Skipulagsnefnd er búin að taka fyrir nýtt deiluskipulag á Harðarsvæðinu. Staðfestingu þarf frá bæjarstjórn, svo fer deiluskipulagið í auglýsingu. Tekur það ferli 6 vikur svo áætlað er að þetta verði komið í gegn fyrir áramótin 2020/2021.  

  • Erindi frá hestamönnum á Kjalarnesi

Reykjavíkurborg er með á dagskrá að skipuleggja hesthúsahverfi á Kjalarnesi og svæði þar í kring. Hestamenn á Kjalarnesi eru að leita til Harðarmanna til að fá upplýsingar og ráðgjöf um hönnun og uppbyggingu á slíku svæði. Haukur, Rúnar G og Einar ætla að funda með Kjalnesingum og veita þeim ráð. 

  • Staða framkvæmda
    • Led lýsing í reiðhöllina er komin upp og setti rafvirkinn einnig ný ljós og hreyfiskynjara á klósettin. 
    • Nýtt furuflísargólfefni er komið í reiðhöllina. 
    • Verið er að klára þakkantinn og kantlýsingu á Harðarbóli. Ásamt því að flikka aðeins uppá þakið. 
    • Áætlað er að skipta um gömlu stéttina fyrir framan Harðarból og setja hita í í október. 
    • Áætlað er að skipta um innréttingu inná skrifstofu í október. 
    • Verið er að bæta reiðvegaefni í flugvallarhringinn, samtals um 60 vörubílum. 
  • LH þing

Búið er að fresta LH þingi framyfir aðalfund Harðar. Búið var að skila inn tilnefningum fulltrúa fyrir fundinn og gæti sú skipan breyst sökum breyttrar dagsetningar. Verður skoðað þegar nær dregur. 

  • Auglýsingar reiðhöll

Búið er að selja auglýsingar til fyrirtækja og þarf nú að taka niður þær auglýsingar sem eiga ekki að vera í höllinni og setja nýjar upp eftir því sem við á. 

  • Íþróttamaður ársins

Ekki var klárað að afhenda viðurkenningu til íþróttamanns- og konu Harðar, sem hefur verið gert árshátíð félagsins, en engin slík var haldinn í ár vegan Covid.   Benedikt Ólafsson og Aðalheiður Anna Guðjóndsdóttir voru valin,  en eftir er að afhenda þeim viðurkenningu. Haukur og Ingibjörg ætla að útbúa viðurkenningar og verða þær afhentar á aðalfundi Harðar. 

  • Önnur mál 
    • Búið er að sækja um reiðvegastyrk til bæjarins með kostnaðaráætlun fyrir næstu 4 árin. 
    • Ekkert hefur skilað sér frá bænum vegna kaupa á Blíðubakkahúsinu.Spurning um að kaupa húsið og fá það greitt frá bænum á næstu árum. En það þarf að funda sérstaklega með það og fá samþykki frá bænum. Þarf að fylgja málinu eftir. 
    • Rætt að laga aðeins reiðveginn sem liggur frá Hafravatni að Reykjahvoli því ástandið á honum er ekki gott. 
    • Stafsmannamál: þarf að gera samning við Sonju sem sér um ýmis mál hjá félaginu. Taka þarf ákvörðun varðandi starfsmann Harðarbóls þar sem innkoma er engin sökum Covid. 

Fleira ekki rætt á fundinum

Fundi slitið 19:33

Fundagerð ritaði Ingibjörg Ásta Guðmundsdóttir