Stjórnarfundur 15. apríl 2020

Stjórnarfundur Hestamannafélagsins Harðar

haldinn í Harðarbóli,

miðvikudaginn 15. apríl 2020 kl. 17:30.

Mætt: Hákon Hákonarson, Ragnhildur Traustadóttir, Ingibjörg Ásta Guðmundsdóttir, Haukur Níelsson, Anna Lísa Guðmundsdóttir, Rúnar Sigurpálsson,  Einar Guðbjörnsson, Gígja Magnúsdóttir.  Rúnar Þór Guðbrandsson og Sonja Noack voru á fjarfundi.

Dagskrá:

 • Vatnsúðunarkerfi í reiðhöll
 • Tilboð í lýsingu í reiðhöll
 • Reiðvegaframkvæmdir
 • Traktorskaup
 • Nýtt deiliskipulag
 • Beitarmál
 • Félagshesthús
 • Lokun reiðhallarinnar
 • Tjón félagsins vegna Covid
 • Önnur mál
 • Vatnsúðunarkerfi í reiðhöll

 

 • Vatnsúðunarkerfið er komið upp og verður það prófað á næstunni.

 

 • Tilboð í lýsingu í reiðhöll

 

 • Tilboð í lampana hljómar uppá 900þ kr án vsk. Ekki er komið verð í uppsetningu. Rætt var hvort ætti að skipta út öllum lömpunum í einni lotu eða skipta bara um línuna sem er mest notuð fyrst og þær minna notuðu seinna. Hákoni falið að ræða við Heimilistæki og rafvirkjann.
 • Reiðvegaframkvæmdir

 

 • Hákon og Rúnar Guðbrands funduðu með Tómasi umhverfisstjóra og Jóhönnu framkvæmdarstjóra umhverfissviðs varðandi styrki bæjarins til reiðvegaframkvæmda. Upphæðin sem hestamannafélaginu er lofað þetta ár er helmingi lægri heldur en síðasta ár, fé til viðhalds helst þó hin sama. Mælt var með að stjórn hestamannafélagsins verði búin að gera framkvæmdaáætlun fyrir haustið og senda inn til bæjarins áður en fjárhagsáætlun er gerð.
 • Planið er að setja ræsi á 10-12 stöðum á flugvallahringnum og á Blikastaðanesinu. Einnig er áhugi fyrir að klára Ístak hringinn og gera hann vel reiðfæran. Hákon, Rúnar og Haukur ætla að fá formann skipulagsnefndar og taka stöðuna hvernig aðstæður eru og hvað er best að gera.
 • Hugmynd kom að semja við bæinn til 4-5 ára um styrki til reiðvegaframkvæmda svo fyrir liggi hversu mikið fjármagn hestamannafélagið fær til framkvæmda.
 • Traktorskaup

 

 • Stjórn sammála um að kaupa lítinn traktor. Hann er nothæfur til ýmissa verka allt árið um kring.

 

 • Nýtt deiliskipulag

 

 • Var auglýst og opið var fyrir athugasemdir til 10. apríl og bárust þær margar. Margir voru sammála því að húsið sem á að vera í naflanum loki reiðleiðum. Formaður og aðrir stjórnarmeðlimir ætla í viðræður við skipulagsnefnd um hvers eðlis athugasemdirnar eru og koma með þá tillögu að áfangi 1 fari í gegn, áfangi 2 fari í frekari vinnslu og áfangi 3 komi til þegar Sorpa flytur.

 

 • Beitarmál

 

 • Búið er að skrifa undir samning við Raunvísindastofnun sem er með Segulmælingarstöðina. Samningurinn er ótímabundinn og hefur hestamannafélagið afnot af landinu gegn því að ganga vel um og sjá um girðingar og líklega þarf að breyta aðgengi að stykkinu. Verður nú tekið á því að gaddavír er ekki leyfður og þar sem er gaddavír þarf að skipta honum út.

 

 • Félagshesthús

 

 • Bæjarráð tók vel í erindi hestamannafélagsins um félagshesthús og var því vísað til Lindu framkvæmdastjóra fræðslusviðs og Jóhönnu framkvæmdastjóra umhverfissviðs. Þær fengu í hendurnar góða skýrslu um reynslu á félagshesthúsum frá LH. Hákon og Rúnar G ætla einnig að senda inn drög af rekstraráætlun. Hestamannafélagið þarf að fá það staðfest hvort bærinn sé til í að styrkja félagið til kaupanna.
 • Lokun reiðhallarinnar

 

 • Beðið er eftir svari frá Almannavörnum varðandi lokun á reiðhöll á tímum Covid.

 

 • Tjón félagsins vegna Covid

 

 • Hestamannafélagið missir leigutekjur af reiðhöllinni og Harðarbóli, einnig á eftir að taka afstöðu varðandi endurgreiðslu á reiðhallarlyklum., kótilettukvöldinu verður aflýst en það verður að fresta firmakeppninni fram yfir 4. maí. Þetta er mikill tekjumissir fyrir hetsamannafélagið, en félagið mun sækjat um styrki og bætur hjá ríkinu sem eru ætlaðir til l íþóttafélaga. Gígja og Ragga ætla að fara yfir hverjar tekjurnar voru á síðastliðnu ári og reikkna út hvert tapið er.

10. Önnur mál

       -     Það þarf að númera kerrustæðin, Rúnar S ætlar að fara í málið.

       -     Spurning hvort að sé ekki hægt að finna sérstök stæði fyrir traktorseigendur sem eru í hverfinu.

Fleira ekki rætt á fundinum

Fundi slitið 19:02

Fundagerð ritaði Ingibjörg Ásta Guðmundsdóttir