Stjórnarfundur 19. mars 2020

Stjórnarfundur Hestamannafélagsins Harðar

sendur út sem tölvupóstur

fimmtudaginn 19. mars 2020

Póstur sendur af Hákoni formanni til: Anna Lísa Guðmundsdóttir, Ásta Björk, Einar Guðbjörnsson, Gígja Magnúsdóttir, Haukur Níelsson, Ingibjörg Ásta Guðmundsdóttir, Ólafur Haraldsson,  Ragnhildur Traustadóttir, Rúnar Þór Guðbrandsson og Rúnar Sigurpálsson.

Dagskrá:

  • Framkvæmdir
  • Félagshesthús
  • Reiðvegafé
  • Beitarmál
  • maí. Alþjóðlegur dagur ísl hestsins
  • Dymbilsvikursýning Spretts 8. apríl
  • Aðalskipulag Grindavíkur
  • Hestamessa Mosfelli 7. júní
  • Corona veiran
  • Önnur mál
  • Framkvæmdir

 

  • Búið er að bæta við 6 nýjum hátölurum í reiðhöllina og færa þá gömlu yfir sjoppuna og áhorfendasvæðið.  Mesta truflunin var vegna þess að þráðlausi hljóðneminn var á sömu bylgju og GSM símar eru og því trufluðu símarnir og kerfið ískraði.  Keyptir voru nýir hljóðnemar og virkar hljóðkerfið núna mjög vel.  Hingað til hafa framkvæmdir okkar við Köldukvísl haldið mjög vel, en við þurfum að bæta í reiðvegi á nokkrum stöðum og sér framkvæmdastjóri um þær framkvæmdir.  Eftir páska mun framkvæmdanefndin setjast niður og gera framkvæmdaáætlun ársins og leggja fyrir stjórn.
  • Félagshesthús

 

  • Erindi félagsins var tekið fyrir í Bæjarráði og fékk jákvæða umfjöllun.  Erindinu var vísað til framkvæmdastjóra Umhverfissviðs og Fræðslusviðs Mosfellsbæjar. Óskað hefur verið eftir fundi með þeim til þess að gera betur grein fyrir okkar hugmyndum.  Blíðubakkahúsið var auglýst til sölu og óskað eftir tilboðum.  Við munum fylgja málinu eftir.

 

  • Reiðvegafé

 

  • Ekki liggur fyrir hvað félagið fær í reiðvegastyrki þetta árið, en búið er að boða til fundar 31. mars nk með Umhverfissviði.  Hákon formaður, Rúnar framkvæmdarstjóri og Rúnar G munu mæta á fundinn.

 

  • Beitarmál

 

  • Búið er að gera drög að ótímabundnum samningi við Segulmælingastöðina um afnot af landi þeirra til beitar.

 

  • maí. Alþjóðlegur dagur ísl hestsins

 

  • Hákon sendi póst fráLH til stjórnarmeðlima varðandi málið.  Lagt var til að fresta umræðum um þennan dag, því ekki er vitað hvort að samkomubann verði enn í gildi.

 

  • Dymbilvikusýning Spretts 8. apríl

 

  • Búið að aflýsa þessum viðburði.

 

  • Aðalskipulag Grindavíkur

 

  • Hákon sendi stjórnarmeðlimum póst frá hestamannafélaginu Brimfaxa varðandi málið.  Lagt var til að stjórn félagsins feli formanni að mótmæla áformum Grindavíkurbæjar um að samnýta reiðvegi með vélknúnum ökutækjum.

 

  • Hestamessa Mosfelli 7. júní

 

  • Sr Ragnheiður býður hestamessu að Mosfelli þennan dag.  Ekkert annað er á dagskrá, en líklegt að einhverjir verði búnir eða að sleppa þessa helgi.  Lagt er samt til að halda í þessa hefð.

 

  • Corona veiran

 

  • Hlutirnir breytast mjög hratt og reynt hefur verið að bregðast við hverju sinni.  Einhver félög hafa lokað sínum reiðhöllum, en við viljum reyna að forðast það á meðan hægt er.

 

  • Önnur mál

 

  • Næsta haust verður 3. áfangi Reiðmannsins í höllinni.  Óskað hefur verið eftir að halda líka Reiðmann 3.  Það ætti að geta gengið þar sem R3 er aðeins 1 önn og námskeiðinu yrði því lokið um áramótin.
  • Kvartað hefur verið yfir því að hesthúseigendur hafi viljað banna nágrönnum sínum að fara í gegnum gerðið hjá þeim til þess að koma heyi o.þ.h. í hlöður sínar.  Hákon hefur safnað gögnum um málið og Óli ætlar að aðstoða hann við að skrifa grein um það á heimasíðuna.
  • Ábending frá Önnu Lísu um átak í því að hesthúseigendur séu félagar í Herði og einnig að þeir hvetji leigjendur sína til þess að gera slíkt hið sama.
  • Auglýsing með nýju deiliskipulagi er komin í loftið.  Hægt er að senda inn athugasemdir til 10. apríl.

 

Engar athugasemdir bárust frá félagsmönnum.

Fundargerð ritaði Ingibjörg Ásta Guðmundsdóttir.