Stjórnarfundur 12. febrúar 2020

Stjórnarfundur Hestamannafélagsins Harðar
haldinn í Harðarbóli,


miðvikudaginn 12. febrúar 2020 kl. 17:30.

Mætt: Hákon Hákonarson, Ragnhildur Traustadóttir, Ingibjörg Ásta Guðmundsdóttir, Haukur Níelsson, Anna Lísa Guðmundsdóttir, Rúnar Þór Guðbrandsson og Rúnar Sigurpálsson. Gígja og Ásta boðuðu forföll.

 

Dagskrá:

1. Framkvæmdir – hljóðkerfi reiðhöll – innréttingar sjoppa – innréttingar skrifstofa

2. Fundur með bæjarstjóra og forseta bæjarstjórnar um félagshesthús

3. Auglýsingar reiðhöll

4. UMSK þing

5. Önnur mál

 

1. Framkvæmdir

– hljóðkerfi reiðhöll – innréttingar sjoppa – innréttingar skrifstofa

- Hljóðkerfið er komið til landsins og verður sett upp á næstu dögum. Skæralyfta verður leigð og verður skipt um perur í stafninum á reiðhöllinni í leiðinni.

- Fá tilboð í led ljós í reiðhöllina. Hægt er að taka fyrst línuna sem er mest notuð.

- Innrétting í skrifstofuna er í hönnunarferli hjá Ragnhildi.

 

2. Fundur með bæjarstjóra og forseta bæjarstjórnar um félagshesthús

- Hákon, Einar og Rúnar fóru á fund með Haraldi bæjarstjóra og Bjarka Bjarnasyni forseta bæjarstjórnar vegna kaupa á félagshesthúsi. Fundurinn var gagnlegur og var félagið beðið um að senda inn formlegt erindi til bæjarráðs þar sem farið er fram á kaup á félagshesthúsi undir félagsstarfsemi eins og nýliðun og ungt fólk í hestaíþróttum. Stjórnin býðst til að halda kynningu á hugmyndinni fyrir bæjarráð.

3. Auglýsingar reiðhöll

- Búið er að selja næstum allar auglýsingarnar fyrir reiðhöllina og mun Hákon klára það sem eftir er, næstu daga.

4. UMSK þing

- Er haldið þriðjudaginn 3. mars í Laugardagshöllinni kl 18:00 og ætlar Gígja að mæta á svæðið.

5. Önnur mál

- Hákon formaður er búinn að skrifa undir reiðvegastyrktarsamngin við bæinn fyrir árið 2019. Næsta skref er að fá á hreint hver upphæð reiðvegastyrksins er fyrir 2020.

- Hestamannafélagið Hörður verður 70 ára 26. febrúar. Ákveðið var að halda afmæliskaffi sunnudaginn 8. mars kl 15:00 fyrir félagsmenn og aðra gesti í Harðarbóli. Bæjarstjóri mun segja nokkur orð og Helgi Sigurðsson mun halda stutta tölu um sögu félagsins.

- Maggi Ben hjá Eiðfaxa hafði samband við Hákon og vill skrifa grein um félagið í tilefni afmælisins. Pistillinn frá Helga Sigurðssyni um sögu félagsins gæti hentað vel til að birta í Eiðfaxa ásamt smá samantekt um starfsemina frá stjórninni.

- Félagið þarf að setja upp skilti við kerru stæðin þar sem kemur fram að þetta séu frátekin leigustæði fyrir félagsmenn. Setja þarf fram texta og fá skiltagerðina til þess að útbúa skilti.

- Þegar kerrur eru geymdar inní reiðhöll í óveðri þarf að taka fram í auglýsingunni að það þurfi að fjarlægja kerrurnar út fyrir ákveðinn tíma. Annars verði þær fjarlægðar út á kostnað eigandans.

- Ákveðið var að styrkja UMFUS með salinn í Harðarbóli til að halda fjáröflunar-kótilettukvöld, en hagnaðurinn mun renna til líknarmála.

- Formanni var falið að ýta á eftir að nýja deiliskipulagið verði auglýst.

Fleira ekki rætt á fundinum.

Fundi slitið 18:45.
Fundargerð ritaði Ingibjörg Ásta Guðmundsdóttir.