Stjórnarfundur Harðar, 6. mars 2018

FUNARGERÐ STJÓRNARFUNDAR HESTAMANNAFÉLAGSINS HARÐAR

Dagsetning:    06.03.2018

Staður:            Harðarból

Tími:                18:30-20:00

Mættir:           Hákon Hákonarson, Ragnhildur Traustadóttir, Anna Lísa Guðmundsdóttir, Gunnar Valsson og Erna Arnardóttir, Kristinn Már Sveinsson, Haukur Níelsson Gígja Magnúsdóttir.

Fjarverandi:   

Gestir fundarins: Sonja Noack og Örn Ingólfsson starfsmenn Harðar

 

 

Efni fundarins

Ákvörðun

Ábyrgur

 

1

Hitakerfi í reiðhöll:

Rætt um blásara og hitakerfi í reiðhöllina Hitastig fyrir áhorfendur hefur lækkað talsvert eftir að nýja loftræstikerfið kom í höllina. Fyrirhugað að setja hitakerfi undir áhorfendabekki. Mun kosta 5-600.00 krónur.

Rætt um að Sæmundir Eiríksson verði fenginn til ráðagerða um lausn til að ht

 

Styrkjamál Harðar:

Sigurður íþróttafulltrúi hafði samband við Hákon og sagði að við ættum 1.050.000 krónur inni frá því 2017. Við eigum að senda reikning eins og skot.

 

Allir styrkir frá bænum bera 2% vísitöluhækkun nema rekstrarstyrkur fyrir reiðhöllina og Hákon fór fram á að sá styrkur myndi hækka einnig.

Farið var fram á að bærinn styrkti aukalega félagið vegna reksturs reiðnámskeiða fatlaðra. Sigurður íþróttafulltrúi tók vel í það og svar mun berast um slíkan samning um miðjan mars.

 

Ragnhildur gjaldkeri mun skrifa reikning fyrir þessari vísitökuhækkun og senda bæinn.

   

2

Lýsing í reiðhöll og þrif;

Við eigum inni hjá O Johnson og Kaaber c.a. 200.000 krónur í ljósaperum fyrir reiðhöllina. Orðið tímabært að klára höllina

Þrif á höllinni tímabær: Hugmynd um að þrífa þegar seasonið er búið. Þrífa þarf alla veggi og loft, græna slikju á böttum. Hugsanlega á hreinsunardeginum eða fá vinnuskóla-hestakrakkana í verkefnið undir styrkri verkstjórn.

 

     

3

Heiðursviðurkenning – Ingimar:

 

Ingimar varð níræður um daginn og Hákon vildi í því samhengi ræða heiðursviðurkenningar og hvort ætti að taka þær upp aftur. Gígja upplýsti að heiðurs og ævifélaga útnefningar hafi verið lagðar af fyrir nokkurm árum síðan.

Skiptar skoðanir um það og fleiri andvígir. Hins vegar ákveðið að hestamannafélagið gefi honum afmælisgjöf þann 10. mars þegar haldið veðrur upp á afmæli hans. Gjöf og skjal skrautritað þar sem þakkað er fyrir ævistarf hans í þágu hestamanneskunar á Íslandi og blóm.

 

Hákon formaður

   

4

Reglur um viðurkenningar:

Sjá lið 3.

 

     

5

Jafnréttisstefna – Siðareglur:

Jafnréttisstefna var til og átti bara að eftir birta þær á vefnum. Opinberar núna.

Siðareglur eru til: birtar á vefnum.

Við þurfum að endurskoða þessar stefnur, þó að ekki sé víst að breytinga sér þörf.

 

     

6

Fyrirmyndarfélag ÍSÍ

Hörður verður  að vera fyrirmyndarfélag til þess að fá tekjur af Lottói. Sækja þarf um endurnýjun 2018, eða á fjögurra ára fresti. Gátlisti vegna endurnýjunar var lesinn yfir. Það sem þarf að gera:

1)     Bjóða áheyrnarfulltrúa 16-25 ára að sitja stjórnarfundi

2)     Þjálfarar verða að vera launþegar

............................. önnur atriði einnig sem út af standa. Hákon mun fá ráðgjöf hjá Viðari hjá ÍSÍ um framhaldið og senda stjórn lista yfir það sem út af stendur.

Unnið verður að því að uppfylla öll skilyrði.

 

1)      

   

8

Reiðhallarsýing 4. Apríl:

Reiðhallarsýning Harðar 4. Apríl 2018.

Ákveðið að halda reiðhallarsýningu 4. Apríl  Erna og Rúnar eru fyrir hönd stjórnar og fengnar verða til liðs við stjórn Sonja og Súsanna, sem eiga hugmyndina.  hugmynd að hafa sölusýningu í lok sýningarinnar.  Hugmyndin er að hafa opin dag fyrir bæjarbúa og ókeypis inn fyrir alla.

Haukur samþykkti að vera í hliðinu. Anna Lísa í sjoppunni. Erna þulur.

Heimilt að finna annan dag ef þarf.

 

Erna og Rúnar sjá um prógrammið og koma auglýsingu i Mosfelling

   

7

Önnur Mál:

Stefnumótun Harðar til næstu 20 ára.

Runólfur Smári Steinþórsson félagsmaður og prófesson vill taka að sér að stýra stefnumótun til 20 ára.

Hann er laus fyrir hádegi laugardaginn 7. Apríl frá kl. 09:00-13:00.

Ég lagði til að við myndum fjalla um a.m.k. þrjá flokka að minnsta kosti.

1)     Skipulagsmál  (uppgygging svæðis osfrv)

2)     Umhverfismál (beitarmál, rekstarmál, sampil byggðar og hverfis, nýjar reiðleiðir, reiðvegagerð  osfrv)

3)     Innra starf (fyirmyndarfélag, keppnis vs. Grasrótarstarf osfrv.

Hann bað þig að hafa samband við sig í This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.  til að fá betri innsýn í hvaða gögn liggja fyrir nú þegar og hvað nákvæmlega bærinn er að fara fram á af okkar hálfu.

Ég sagði honum að stjórn  hestamannafélagsins myndi verða boðið á stefnumótunina sem og formenn nefnda, og auk þess myndi almennum félagsmönnum vera boðið að koma.

     

8

Símareikningur frá Hringdu og öryggiskerfið:

Rætt um að reyna að lækka símakostnaður

Hákon ræðir við Hringdu  til að lækka kostnað vegna beinlínusíma í öryggiskerfin í Harðarbóli og Reiðhöll.

   

9

Árshátíð Harðar 2018:

Kom út á núlli. Einungis 84 voru borgandi  og almenn ánægja með árshátíðina sem var afar vel heppnuð og framkvæmdaaðilum til sóma.

     

10

Dimbilvikusýningin Spretts 2. Mars 2018:  Kristinn Már vinnur að því að fá  ræktunarhross frá okkur og vinnur með listann frá Ernu. Koltursey, dalur, Flekkudalur, Meðalfell, Lækjarbakki, Bíbi og Bjössi, Súsanna, Eysteinn, Ólafshagi

Kristinn Már og Hákon

   
 

Fundartími stjórnar:

 

Fyrsti þriðjudagur mánaðar kl. 17:30

Allir stjórnarmenn