Stjórnarfundur Harðar, 4. júní 2018

FUNARGERÐ STJÓRNARFUNDAR HESTAMANNAFÉLAGSINS HARÐAR

Dagsetning:    04.06.2018

Staður:            Harðarból

Tími:                18:00-19:00

Mættir:           Hákon Hákonarson, Anna Lísa Guðmundsdóttir, Gunnar Valsson, Erna Arnardóttir, Rúnar Guðbrandsson, Gígja Magnúsdóttir, Haukur Níelsson, Ragnhildur Traustadóttir, Kristinn Már Sveinsson

Fjarverandi:    Telma Davíðsdóttir

Gestir fundarins: Telma Davíðsdóttir er áheyrnarfultrúi ungmenna á fundinum, hefur málfrelsi og tillögurétt en hefur ekki rétt til að greiða atkvæði ef til atkvæðagreiðslu kemur.

 

 

Efni fundarins

Ákvörðun

Ábyrgur

 

1

Tilboð í jarðvegsframkvæmdir

Fengum tilboð frá Haraldi Guðjonssyni  hjá VGH verktaka í jarðvegsframkvæmdir norðan reiðhallarinnar og kerruplanið.  350 rúmmetrar af grófu efni í planið norðan reiðhallarinnar, þjöppun efnisins og 400 rúmmetrar af fínu yfirborðsefni sem skiptist á milli beggja plananna.  Jafnvel gæti verktakinn skaffað okkur fræs, lagt það út og gengið varanlega frá báðum plönunum. Fræsið kæmi þá að hluta í stað yfirborðsefnisins.  Tilboðið hljóðar upp á 2,1 milljón kr. án vks. Gerð yrði skrifleg lýsing á framkvæmdinni og báðir aðilar kvitta.

Erna lagði til að bætt yrðu við samninginn við þá að taka hvíta gerðið í geng, moka uppúr því og koma með gott efni, þar sem undirlagði þar er ónýtt og blautt. Stjórnin hlynnt því.

Til eru peningar fyrir þessu og beðið er eftir styrk frá bænum sem dekkar kostnað.

Þó að bærinn hafi ekki greitt þá segir Sigurður Guðmundsson íþróttafulltrúi að þeir peningar komi örugglega.

 

 

Hákon ýtir á eftir þessu og fer fram á að við fáum styrk fyrir kostnaði við að ráða starfsmann 12 mán. Á ári.

 

Hákon, Gunnar og Haukur ræða við VGH um samninginn og að taka hvíta gerðið í gegn. Verði sett inn í sama verksamning.

 

 

 

 

 

Hákon sendir stjórn teikningar af kerrustæðinu.

 

 

2

Landsmót 2018

Einu sinni þegar landsmót var haldið í Skagafirði gaf félagið þátttakendum hrossaábreiðu og hugmynd hvort það yrði gert í ár. Hugmyndinni illa tekið. Árið 2008 var skipuð undirbúningsnefnd fyrir landsmót af æskulýðsnefnd til að halda utanum börn og unglinga og ungmenna sem eru þáttakendur á mótinu. Hinrik Jónsson reiðkennari er þjálfari hópsins og mun hitta þátttakendur einu sinni til tvisvar í viku fram að móti. Engar æfingabúðir, bara gert í heimabyggð. Undirbúingsnefnd er skipuð af æskulýðsnefnd. Rætt um að krakkarnir fegju loftunarhólfið sem Olla og Alli blindi voru með.  Gígja segir að beitarnefnd hafi tekið það frá í þessum tilgangi.

Sjö þátttakendur í hverju flokki fara frá Herði á Landsmót.

Rætt um klæðnað fyrir börn og unglinga líkar úlpunum sem seldar voru fullorðnum merktar Herði.

Rætt um sameiginlegt grill fyrir Harðarfélaga á miðvikudegi 4/7/2018 kl. 19:00 í Reiðhöll/Harðarbóli (Búið að taka daginn frá)

Rætt var hvort Hörður ætti að ríða á Landsmót – t.d. á fimmtudegi til að taka þátt í hópreiðinni á mótinu.

Skipuleggja þarf fánareið og búninga í hópreiðinni við opnunarathöfnina.

Ragnheiður veðrur í fánareiðinni með formanni og búningurinn er græn jakki eða svartur jakki og hvitar buxur. Setja þarf á vefinn boð til allra um að taka ´þátt í skrautreiðinni og hvetja fólk.

 

Rúnar athuga hvað æskulýðsnefndin hefur í huga, og tekur málið að sér. Áhugi fyrir að hafa léttar dúnúlpur merktar eins og fullorðnir.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Gunnar og Kristinn Már taka grillið að sér. Biðja Hadda kokk um ráð og aðstoð.

 

 

 

 

3

Sverrir í Varmadal – staða máls:

Samkomulag ekki í höfn enda ekki verið rætt við hann.  Hákon hefur umboð stjórnar

Hákon og Haukur eru með málið.

 

 

4

Þolreið á landsmóti í samstarfi við Hestaleiguna Laxnesi

Hákon hefur kannað grundvöllinn að þessu samstarfi við Laxnesi. Allt virðist mögulega til staðar nema að stjórnin er klofin í afstöðu um hvort hestamannafélagið eigi að koma að þessu.  Börn og unglingar byrja keppni á Landsmóti á sunnudegi, og þá er opinn dagur á landsmóti gjaldfráls.  Þórdís Gylfadóttir framkvæmdastjóri Landsmóts er jákvæð um að tengja þolreið mótinu á einhvern hátt t.d.   Hákon formaður mun hjálpa Hestaleigunni í Laxnesi með kynningu á mótinu  persónulega en það verður ekki gert í nafni Harðar.

 

 

 

 

5

 

Gæðingamót 2018:

Tókst vel, sterk hross á landsmóti, mótanefndin stóð sig vel í undirbúningi og framkvæmd. Grillveislan með 76 manns amk. Sjálboðaliðar fá þakkir einnig.

Rúnar benti á að tæknimálin voru ekki í lagi, sendir útvarps náði ekki inn í  bílana og í reiðhöllina.  Laga þarf fyrir næsta mót.

Þarf að setja úrslit á heimasíðu Harðar.

 

 

Hákon fær tæknimann til að stilla græjur fyrir næsta mót. Viðar kórfélagi.

Sonja

 

 

6

Önnur mál:

Trúnaður:

Hákon formaður ræddi af gegnu tilefni að umræður stjórnar eru trúnaðarmál og ítrekaði þagmælsku um umræður og skoðanir einstaklinga innan stjórnar.

 

 

 

 

7.

 

 

 

Skýrsla beintarnefndar um úthlutun 2018:

Óskað var eftir því við Gígju Magnúsdóttur fulltrúa stjórnar í beitarnefnd að nefndin sendi inn greinargerð um úthlutun beitarhólfa 2018.  Gígja gerði munnlega grein fyrir niðurstöðu úthlutunar, en mun sjá til þess að nefndin  sendi stjórn yfirlit um úthlutanir.

 

Gígja sér til þess að beitarnefnd skili skýrslu til stjórnar sem fyrst.

 

 

8.

Samningur við Reiðskóla Berglindar:

Eftir er að gera samning við Berglindi  Árnadóttur vegna reiðskólarekstursins í sumar. Haukur fer í málið

Haukur Níelsson mun ganga frá málum við Berglindi.

 

 

 

Fundartími stjórnar:

Fyrsti þriðjudagur mánaðar kl. 17:30

Allir stjórnarmenn