Stjórnarfundur Harðar, 11. maí 2017

Stjórnarfundur Harðar,11.maí 2017
Haldin að Varmárbökkum

Mætt eru: Hákon Hákonarson (HH), Oddrún Ýr Sigurðardóttir (OÝS),  , Alexander Hrafnkelsson (AH), Rúnar Guðbrandsson (RG), Ragnhildur Traustadóttir (RT), Gígja Magnúsdóttir (GM) Haukur Níelsson (HN og Gunnar Valsson (GV). Sveinfríður Ólafsdóttir er forfölluð vegna veikinda.

  1. Samkomulag við Íslandsbanka.
    Á fundinum liggur fyrir samkomulag við Íslandsbanka um lokauppgjör skuldar vegna reiðhallarinnar að höfuðstólsfjárhæð kr. 18.545.885,- auk vaxta og kostnaðar. Uppgjörið miðast við að greiddar verði krónur 8.000.000,- eigi síðar en 15.maí næstkomandi. Allar e.s.t., þ.m.t. d.r.v. og annar kostnaður fellur niður við greiðslu þessarar 8.000.000. s.b.r. meðfylgandi samkomulag.

En fremur liggur fyrir samkomulag við Mosfellsbæ um framlag bæjarins kr: 7.000.000,- til lúkningar skuldar félagsins við Íslandsbanka. Samanber meðfylgjandi samkomulag.

Stjórn Harðar felur formanni félagsins Hákoni Hákonarsyni kt: 241152-3249 að ganga frá báðum þessum samkomulögum.

En fremur samþykkir stjórn Harðar viljayfirlýsingu formanns félagsins dagsett 25.apríl 2017.

 

Fleira ekki fært til bókar.
Fundarritari: OÝS