Stjórnarfundur Harðar, 10. maí 2016

Stjórnarfundur Harðar, 10.maí  2016 Haldin að Varmárbökkum

Mætt eru: Jóna Dís Bragadóttir (JDB), Alexander Hrafnkelsson (AH), Gunnar Örn Steingrímsson (GÖS), Haukur Níelsson (HN), Sigurður Guðmundsson (SG), Gylfi Þór Þorsteinsson (GÞÞ), Ragnhildur Traustadóttir (RT) og Ólafur Haraldsson (ÓH).

  1. Fundargerðir síðasta stjórnarfundar samþykkt.

  2. Framkvæmdir á Harðarsvæðinu og í Harðarbóli - staðan Rætt um lagfæringu á plani fyrir framan reiðhöll og stækkun á kerrustæði vestan við reiðhöllina. GÖS tekur að sér að sjá um fá jarðverktaka í verkið og hafa umsjón með framkvæmdum.

  3. Reikningar félagsins

    RT kom og greindi frá fjármálum félagsins.

  4. Fræðslunefnd Fatlaðra JDB greindi frá sameiginlegum fundi Hestamannafélagsins Harðar og annarra hestamannafélaga á höfuðborgarsvæðinu þar sem rætt var um stofnun sameiginlegs félags fatlaðra hestamanna. Stjórn leist vel á hugmyndina og var JDB falið að vinna áfram að málinu.

  5. Önnur mál. Bankamál rædd, JDB, OH og SG eiga fund með bæjarstjóra og í framhaldi af því mun ÓH ræða við Íslandsbanka.

    Fleira ekki fært til bókar. Fundarritari: ÓH