Stjórnarfundur 22.sept 2015

Stjórnarfundur Harðar, 22. september 2015
Haldin að Varmárbökkum

Mætt eru: Jóna Dís Bragadóttir (JDB), Oddrún Ýr Sigurðardóttir (OÝS), , Gunnar Steingrímsson (GS), Gylfi Þór Þorsteinsson (GÞÞ), Alexander Hrafnkelsson (AH), Ragnhildur Traustadóttir (RT), Ólafur Haraldsson (ÓH)) .

1.Fundargerðir síðasta stjórnarfundar samþykkt.

 

2. Framkvæmdaráætlun Harðar
Ætlum að skoða varðandi námskeiðin gjald fyrir per tíma í reiðhöll uppá kostnað á námskeiðum.
Ræddum það sem er komið inn vegna lykla og félagsgjalda er svipað og í fyrra.
Ákveðið að bera uppá aðalfundi að hækka árgjöld uppí 8.500
Framkvæmdir í Harðarbóli ræddar og kostnaður vegna alls. (sjá framkvæmdaráætlun)
Ákveða þarf kostnað á sal fyrir næsta ár. Fríða og Ragnhildur ætla að skoða það mál.
Ákveðið var að dúkar yrðu ekki leigðir með salnum.
Framkvæmdir í reiðhöll ræddar, kostnaður ræddar.(Sjá í framkvæmdaráætlun)
Framkvæmdir á Harðarsvæðinu, rætt hvað þarf að gera. (sjá í framkvæmdaráætlun)

3. Hólmfríður frá fræðslunefnd fatlaðra kom.
Rætt var um komandi námskeið og orðið er fullt á öll námskeiðin.
Ákveðið að kaupa ofn í reiðtygjageymslu fatlaðara.
Ákveðið að skoða tryggingarmál er varða reiðnámskeið hjá fatlaðra.
Rætt var um sjálboðaliða, mikil þörf á þeim og búið er að ræða við skólana um að fá sjálfboðaliða.

4. Hákon Hákonarson kom og ræddi við stjórn
Rætt var um aðkomu Áttaviltra að fjármunum í framkvæmdir Harðarbóls haustið 2015. Rætt var hugmyndir af breytingar og hugmyndir.
Einnig voru ræddar hugmyndir um okkar nærumhverfi, hvað sé hægt að gera. JD ætlar að heyra í Sæmundi varðandi umhverfisnefndina.

5. Sonja Noack yfireiðkennari kom og ræddi við stjórn.
Meðal annars sem var rætt um var
Reiðkennarasamningar
Fjölbreytt námskeið sem verða í boði
Hestaíþróttaklúbburinn
Fatlaðir – búið að fylla á öll námskeiðin og kominn biðlisti.

6. Félagsstarfið, hér að neðan má sjá hvað var rætt um varðandi næsta tímabil
Aðalfundur – 4.nóv
Nefndarkvöld – uppskeruhátíð – des/jan
Félagsfundur – fá nýjar hugmyndir – des/jan
Nefndir – endurnýjun
Mótahald – nýjar hugmyndir
Sýningar – nýjar hugmyndir
Folaldasýning
Fyrirlestrar – hugmynd að fá Reynir Örn er til í að koma og segja frá þjálfun á Greifa
Skemmtanir – nýjar hugmyndir
Félagsjakkar – í vinnslu – tilboð komið - aðalfundur.
Siðareglur – aðalfundur
Siðanefnd – 2 úr stjórn, 1 æskulýðsnefnd, 1 fræðslunefnd, 1 Mosfellsbær (Edda Davíðs)
Undirbúningur fyrir landsmót – undirbúningshópur
Panta húsnæði
Panta beit
Grill
Fatnaður
Úrtaka
Æfingabúði
Fjáröflun

7. Starfsmenn

Umsjón reiðhallarinnar – 80 tímar á mánuði
Skrifstofa – 20 tímar á mánuði
Yfir reiðkennari – 20 tímar á mánuði

8. Önnur mál

-          GÖS ákveður daga sem á að vinna í Harðarbóli.

-          HH athugar með fund í BYKO

-          Vantar að skipa í árshátíðarnefnd.

-          Gylfi er til í að vera í árshátíðarnefndinni, spurning um að fá einhvern úr Mosfellsdal og/eða Kjósinni.

-          Stefnt að selja 130 miða á hrossakjötsveisluna.

-          Endurskoða þorrablótið,hvort eigi færa það þar til í febrúar eða sleppa því.

-          Búið að auglýsa eftir reiðkennurum.

-          Lítil skráning á reiðnámskeið í haust.

-          Rætt var um að senda meira á netfangalista Harðar

-          Námskeið, rætt var um aðútbúa póstlista, jafnvel sms lista – GÞÞ og Odda

-          Bóklega knapamerkið verður í haust, 3,4 og 5.


Fleira ekki fært til bókar.
Fundarritari: OÝS