Stjórnarfundur 9.júní 2015

Stjórnarfundur haldinn í Herði 9.júní 2015

Mættir: Haukur Níelsson, Gunnar Örn Steingrímsson, Ólafur Haraldsson, Ragnhildur Traustadóttir, Jóna Dís Bragadóttir, Alexander Hrafnkelsson.

1. Fundargerð síðasta fundar samþykkt.

2. Farið yfir framkvæmdir á Harðarsvæðinu. Vinna við að koma vatninu í jörð og lagfæra niðurföll. Einnig er verið a vinna við setrulögnina við reiðhöllina og loka skurði þar.

3. Gæðingamótið gekk vel.

4. Önnur mál.

JDB ýtir á Mosfellsbæ vegna merkinga á svæðinu.

JDB sendi bréf til Mosfellsbæjar og lagði til að við fengjum að nota peninga sem okkur var úthlutað á Tungubakkahringinn til að lagfæra ofanvatnið.

Harðarjakkarnir eru í vinnslu, verið að leita tilboða.