Stjórnarfundur 12.maí 2015

Stjórnarfundur Harðar, 12. maí 2015
Haldin að Varmárbökkum

Mætt eru: Jóna Dís Bragadóttir (JDB), Oddrún Ýr Sigurðardóttir (OÝS), , Gunnar Steingrímsson (GS), Gylfi Þór Þorsteinsson (GÞÞ), Alexander Hrafnkelsson (AH), Ragnhildur Traustadóttir (RT), Haukur Níelsson (HN).

1. Fundargerðir síðasta stjórnarfundar samþykkt.

 

2. Íþróttamót 2015
Farið var yfir uppgjör og var mótið í góðum gróða.

3. Lóð í hesthúsahverfi
Erindi kom varðandi lóð í hverfinu , deiliskipulag er ekki klárt á svæðinu, verið er að vinna í því.

4. Erindi frá beitarnefnd
Tekið fyrir bréf frá beitarnefnd varðandi komandi beitartíð er varðar reiðskólann. Stjórn Harðar ræðir við forsvarsmenn reiðskólans. Einnig var rætt um gaddavírsgirðirngar sem eru hér á Harðarsvæðinu, stjórn styður beitarnefnd Harðar um að reyna útrýma gaddavírsgirðinum hér í þettbýlinu.

5. Reiðjakkar
JD er búin að vera skoða reiðjakka bæði græna og svarta. Svörtu jakkarnir eru ódýrari í sölu heldur en þeir grænu og verið er að skoða hvort eigi að vera með græna áfram eða breyta yfir í svarta. Ákveðið að gera skoðannarkönnun á netinu.

6. Framkvæmdir á Harðarsvæðinu
Fundur með bæjarstjóra Mosfellsbæjar verður næstkomandi miðvikudag og mun erindi þess fundar verða rætt á næsta stjórnarfundi.

7. Önnur mál
Rætt var komandi viðburðu hjá félaginu.
Náttúrreið 30 maí og kirkjukaffi og reið 31. maí.
Æskulýðsnefnd ætlar svo í æskulýðsferð 31 maí á Þingvelli.

Fleira ekki fært til bókar.
Fundarritari: OÝS