Stjórnarfundur 28.apríl 2015

 

Stjórnarfundur Harðar, 28. apríl 2015 Haldin að Varmárbökkum

Mætt eru: Jóna Dís Bragadóttir (JDB), Oddrún Ýr Sigurðardóttir (OÝS), , Gunnar Steingrímsson (GS), Gylfi Þór Þorsteinsson (GÞÞ), Alexander Hrafnkelsson (AH), Ragnhildur Traustadóttir (RT), Sigurður Guðmundsson (SG,), Ólafur .

 

1. Fundargerðir síðasta stjórnarfundar samþykkt. 

2. Firmakeppni og hreinsunardagur Gékk vel, 40 fyrirtæki styrktu mótið. Margir mættu á hreinsunardaginn og gékk hann vel.

3. Fundur með Mosfellsbæ JD átti fund með Mosfellsbæ varðandi það vatn sem rennur hér niður í hverfið. Verið er að vinna í þessu máli í samstarfi við bæinn. Verið er að bíða eftir fundi með Haraldi bæjarstjóra varðandi fjármögnun á viðgerðum.

4. Reiðhöll Komið er tilboð í loftræsikerfið í höllina, stjórn skoðar. Einnig var talað um vökvunarkerfi er varðar höllina. Ingólfur er að fá teikningu er varðar veitingasölu í höllinni og aðrar smávægilegar breytingar. Rennur á höll og snjógildrur voru ræddar og þarf að lagfæra. Rætt var um að gera batta við stóru hurðina nær vellinum, þá er möguleiki á hafa hurðina opna.

5. Önnur mál: Tryggingarmál félagsins rædd er varðar reiðhöll og Harðarból. JD og Fríða fóru að skoða eldhús í Spretti og leist þeim vel á fyrirkomulagið þar. Rætt var um framkvæmdir er varða Harðaból. Ræddur var undirskriftarlisti frá félagsmönnum. Ákveðið var að stefna að halda bara WR mót þriðja hvert ár. Félagsmenn riðu í Fák 25 apríl og var mjög gaman að sögn félaga. Búið að bjóða hestamannanfélaginu stóla á 9000 kr stykkið, verið er að skoða það mál. Hugmynd að búa til stólasjóð hjá félaginu þannig að félagar kaupi sér stól/a. Byrjað er að athuga með búnað fyrir kerrustæðin.