Stjórnarfundur 14.apríl 2015

Stjórnarfundur haldinn í Harðarbóli 14.apríl 2015

Mættir: Ragnhildur Traustadóttir, Oddrún Ýr Sigurðardóttir, Jóna Dís Bragadóttir, Gylfi Þór Þorsteinsson, Alexander Hrafnkelsson, Ólafur Haraldsson, Haukur Níelsson.

1. Fundargerð síðasta fundar samþykkt.

2. Dagskráin framundan –

Hreinsunardagurinn og firmakeppnin 23.apríl

Athuga þarf með fleiri númer fyrir firmakeppnina – OÝS

Dómari – OÝS

Verðlaun - JDB

Stjórn Harðar sér um að grilla hamborgara og steikja vöfflur.

3. Fjármál Harðar.

RT gerði grein fyrir stöðunni á fjármálum Harðar.

4. Framkvæmdir

Byrja að hanna vökvunarkerfi í höllinni. Einnig þarf að útbúa sjoppu í höllinni, setja nýjar rennur og snjógildrur. Einnig þarf að laga stæði við reiðhöllina og útbúa stærra kerrustæði. Laga þarf gestagerðið og slétta úr uppgreftri.

5. Reiðmaðurinn

Ákveðið var að bjóða aftur uppá nám í Reiðmanninum ef áhugi er fyrir hendi.

6. Önnur mál.

JDB gerði grein fyrir fundi sem hún átti með Þorsteini og Bjarna hjá Mosfellsbæ

JDB gerði grein fyrir fundi sem hún átti með Konráði Adolfssyni vegna umhverfismála í hesthúsahverfinu.

Tala þarf við Jóa Odds vegna stækkunar á kerrustæði.

Ætlum að fara og skoða eldhúsið í Spretti.

Lagt fram bréf frá Hómfríði Halldórsdóttur vegna endurbóta á HB, hún leggur til að farið verið í endurbætur fyrr en seinna.

Lagt fram bréf frá Súsönnu Sand og Ragnhildi Haraldsóttur vegna færslu á íþróttamóti, en þær biðja um rökstuðning fyrir því – JDB svarar þeim.

Athuga þarf með leigu á kerrustæðinu og kanna verð á kúlum sem hægt væri að festa kerrur við.