Stjórnarfundur 9.des. 2014

Stjórnarfundur Harðar, 09. desember 2014
Haldin að Varmárbökkum

Mætt eru: Jóna Dís Bragadóttir (JDB), Oddrún Ýr Sigurðardóttir (OÝS), , Gunnar Steingrímsson (GS) og Ólafur Haraldsson (ÓH), Gylfi Þór Þorsteinsson (GÞÞ), Alexander Hrafnkelsson (AH), Haukur Níelsson (HN).

1. Fundargerðir síðasta stjórnarfundar samþykkt.

 

2. Siðareglur Hestamannafélagsins Harðar
Skoðaðar og samþykktar af stjórn. Skipuð verður siðanefnd innan félagsins.

3. Erindi sem sent var á stjórn tekið fyrir.
Erindinu verður svarað.

4. Önnur mál.
Umsjónarmaður reiðhallar kom:
-Fresta þarf vökvunarkerfi, vantar stærra inntak inní reiðhöll.
- Verið að vinna í að fá rétt rakastig og hita í höllina.
- Skoða þarf drenlögn við suðurenda reiðhallar.
- Tilboð frá Securitas vegna lyklakerfis samþykkt.
- Lyklar af reiðhöll, gjalddagi 1.1. 2014 og eindagi 10.1.2014 þá loka lyklanir.
- Umsjónarmaður ítrekar að það eiga allir að ganga frá eftir sig í höllinni.

Fjáröflunarnefnd fyrir stækkun Harðarbóls:
Búið að skipa Helenu Kristinsdóttur og Gylfa Þór Þorsteinsson.

Fleira ekki fært til bókar.
Fundarritari: OÝS