Stjórnarfundur 25.nóv 2014

Fundargerð stjórnarfundar í Hestamannafélaginu Herði 25.nóv. 2014

Mættir: Alexander Hrafnkelsson, Gylfi Þór Þorsteinsson, Sigurður Guðmundsson, Ólafur Haraldsson, Gunnar Örn Steingrímsson, Jóna Dís Bragadóttir, Haukur Níelsson.

1. Fundargerð síðasta fundar samþykkt.

2. Erindi frá reiðveganefnd.   Reiðveganefnd gerir athugasemd við rekstur hrossa og keyrslu á Tungubakkahringnum. Málið rætt og Ólafur Haraldsson tekur að sér að útbúa reglur varðandi rekstur á Tungubakkahringnum. Lagt til að boða þá sem eru að reka hesta á Tungubakkahringnum á fund og kynna reglurnar fyrir þeim.

3. Tilboð frá Securitas. Lagt til að athuga betur hvort ekki sé hægt að núll stilla gamla kerfið, en jafnframt samþykkt að kaupa kerfi á vestur hurðina.

4. Nefndarkvöldið verður 28.okt.- 80 manns eru búnir að skrá sig. Ætlum að verðlauna íþróttamanna Harðar.

5. Önnur mál

  • Tilboð í vökvunarkerfi í reiðhöllina. Lagt til að athuga hvort hægt sé að fá vinnuna ódýrari, en nauðsynlegt að fá þetta kerfi í höllina.
  • Tilmæli frá fræðslunefnd fatlaðra. Nefndin leggur til að steypa lengri stétt, svo ekki sé eins erfitt að keyra hjólastólana að lyftunni.
  • Ekki er talið mögulegt að steypa þessa stétt alla leið, þar sem þarf að vera skeiðbraut út úr höllinni og má hún ekki vera steypt. Verðum að finna aðra lausn á þessu.
  • Ákveðið var að hækka verð á lyklum í reiðhöllina, en það þarf að fylgja verðlaginu. Þurfum jafnfram meira rekstrarfé í reiðhöllina.

Lyklar fyrir almennan reiðmaðnn verður 8.000kr.

Lyklar fyrir atvinnumann 32.500kr

Leiga á hálfri höllinni 3.250kr.

  • Sendir verða út gíróseðlar með gjalddaga 1.janúar og eindaga 10.janúar, bæði fyrir lyklum og félagsgjöldum.
  • Lyklar og félagsgjöld þurfa að vera greidd til að viðkomandi geti nýtt sér reiðhöllina eftir 10.janúar.
  • Fjármögnun Harðarbóls – fram komu nokkrar hugmyndir um áframhaldandi fjármögnun og ætlar Gunnar Örn að skipa starfshóp til að sjá um þá vinnu.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 19.00

Fundargerð ritaði Jóna Dís Brgadóttir