Stjórnarfundur 22.apríl 2014

Stjórnarfundur Harðar, 22. april 2014
Haldin að Varmárbökkum

Mætt eru: Jóna Dís Bragadóttir (JDB), Ragnhildur Traustadóttir (RT), Alexander Hrafnkelsson (AH), Oddrún Ýr Sigurðardóttir (OÝS), Gylfi Þór Þorsteinsson (GÞÞ) , Gunnar Steingrímsson (GS) og Ólafur Haraldsson (ÓH) .

1.         Fundargerðir síðasta stjórnarfundar samþykkt.

2.         Framkvæmdir á flugvallarhring
GÖS og ÓH ætla að klára bréf til bæjarstjórnar vegna lýsingar á flugvallarhring.

3.         Framundan í Herði
- Lífstölt / Lífstöltsnefnd
- Fáksreið /ferðanefnd
- 1.maí er hreinsunardagur (verður grillað) og firmakeppni
- 2. - 4. Maí íþróttamót

4.         Önnur mál
Beitarhólf.
Stjórn Harðar vill að gefnu tilefni minna á að ekki megi nota gaddavír í girðingar í þéttbýli.

Mosfellsbær
Þrír unglingar hafa sóttst eftir að vera á Harðarsvæðinu í unglingavinnu í sumar, stjórn ákveður að þiggja það frá bænum.

Reiðhöll
- Ath þarf með hurð á vesturgafli í reiðhöll, hún opnast ekki.
- Gólf í reiðhöll of hart, þarf að skoða.
- Battar farnir að fúna að neðan, þarf að skoða.

Bréf frá Harðarfélaga
Tekið fyrir á stjórnarfundi. Stjórn mun svara tilteknu bréfi.


Fleira ekki fært til bókar.
Fundarritari: OÝS