Fundargerð 12.mars 2013

Stjórnarfundur 12. mars 2013 Mætt:

Jóna Dís, Ragnhildur, Gyða, Alli, Siggi, Ólafur, Gunnar

Einnig Ragna Rós

  1. Fundagerð síðasta fundar lesin upp og samþykkt.
  2. JDB átti fund með Jóhönnu og Þorsteini hjá framkvæmdasvið Mosfellsbæjar. Fjárveiting til félagsins þetta árið vegna vallarins og reiðhallarinnar er ekki fyrir hendi þetta árið. Sækja þarf um fjárveitingar í september vegna framkvæmda næsta árs. Þorsteinn mun skoða möguleika á aukafjárveitingu vegna lagfæringar á vellinum fyrir vorið.
  • Rætt var um að félagið geri fastmótaða vinnuferla varðandi áætlanagerð og umsóknir um fjárveitingar til bæjarins.
  1. JDB sótti þing UMSK í byrjun mánaðarins. Þar var tekist hart á um endurskoðun á skiptingu Lottó tekna. Samþykkt var tillaga frá Aftureldingu og fl. um réttlátari skiptingu sem nær tvöfaldar tekjur Harðar af Lottóinu.
  2. Opnuauglýsing hefur verið keypt af Mosfelling til að kynna starfsemi Harðar sem birtist 14. mars.
  3. Samþykkt að JDB leiti tilboða í endurnýjun trygginga félagsins.
  4. Ákveðið að yfirfara félagatalið og gera könnun á því hve stór hluti hestamanna á starfssvæði Harðar eru félagar. Ragnhildur, Ragna Rós og Gunnar fara í verkefnið.
  5. Ákveðið að virkja netfangaskrá félagsmanna og gera tilraun með að senda fjölpóst og óska eftir viðbrögðum. Gyða og Ragna Rós sjá um málið.
  6. Skila þarf skýrslu til ÍSÍ úr ársreikningi 2012 fyrir 15. apríl. Sigurður og Ragnhildur ganga frá henni og senda.
  7. Mótanefnd mun sjá um framkvæmd firmakeppninnar. Ragna Rós hringir út til kunnra styrktaraðila.
  8. Sláin í reiðhöllina er á leiðinni.
  9. Önnur mál
  • Gjalddagi lyklagjalds í reiðhöllina er 1. mars. Lokað verðu á lykilinn 1. apríl ef ekki hefur verið greitt. Setja þarf tilkynningu um þetta á netið.
  • Mosfellsbær hefur samþykkt 500.000,- styrk vegna útgáfu á sögu Harðar. Stjórn UMSK hefur samþykkt styrk upp á 150.000,- og von er á tilkynningu frá Kjósahrepp.
  • JDB mun boða til fundar í útgáfunefnd bókarinnar til að tryggja útgáfu hennar með haustinu.
  • Hestadagar verða haldnir á höfuðborgarsvæðinu 4-7 apríl. Meðal uppákoma verður hestvagna akstur í miðborg Reykjavíkur með Borgarstjóra og formönnum félaganna, hópreið hestamanna um götur miðborgarinnar, opið hús í öllum reiðhöllum þar sem haldnar verða sýningar og krökkum leift að fara á bak.
  • Árshátíð Harðar var haldin í fyrsta skipti í Harðarbóli 23. feb sl. Fagnaðurinn tókst vel og var almenn ánægja meðal fálaga um að halda hana í húsinu. Félagið Áttavilltir gáfu félaginu 1.000.000- í stækkunarsjóð Harðarbóls. Mikil hvatning hefur komið frá félagsmönnum um að stækka Harðarból. Góður hagnaður varð af árshátíðinni.
  • Félagið sá um mataveislu sem Gæðingadómarafélagið hélt félögum sínum og halaði inn góðum tekjum.
  • Líftöltið fór fram um helgina og tókst með eindæmum vel og safnaðist veruleg fjárhæð.
  • Samþykkt var beiðni frá Rögnu Rós um að kaupa nýjan ofn og nýtt helluborð í eldhús Harðarbóls.

Fleira ekki gert og fundi slitið 19.00