Stjórnarfundur 8. febrúar 2011

 Fundur 3

                                                                                                           Dags. 8. febrúar 2011

                                                                                                           Haldinn í Harðabóli kl. 17.00.

Mættir: Guðjón Magnússon formaður, Sigurður Teitsson meðstj., Guðmundur Björgvinsson varam, Ingimundur Magnússon varam., Gyða Á. Helgadóttir ritari., Sigurður Guðmundsson varam., Sigurður Ólafsson meðstj., Guðný Ívarsdóttir gjaldk, Ragnhildur Traustadóttir varam. og Hörður Bender meðstj.

1.       Árshátíð

Guðjón var búinn að fá tilboð frá Vigni í Hlégarði að halda árshátíð. Ákveðið að gangast við tilboði með ákveðnum skilyrðum.  Verð á bjór og léttvínu sé tilgreint fyrirfram, valið verði að hafa hljómsveit (alls ekki diskó). Miðaverð skv. tilboði er kr. 7.000.- Hestamannafélagið greiði fyrir boðsmiða en ákveðið að hafa happdrætti til að fjármagna boðsmiðana. Siggi T og Einar sjá um að útvega happdrætti. Ragnhildur sér um að láta prenta miðana fyrir það en miðarnir á árshátíðina eru kostaðir af Vigni þ.e. inn í miðaverði. Þeir sem sjá um miðasölu eru Sigurður Ó. og Hörður B. Guðmundur Bj.  verður einnig með þá til sölu í reiðhöllinni. Þeir sem sjá um annálinn eru Siggi Straumur og Eysteinn en ef það bregst þá ætlar kvennadeild að taka það að sér.

2.       Stofunun nýrra nefnda

Stofnaðar hafa verið nýjar deildir hjá félaginu:

  • Firmakeppnisnefnd - í nefndinn eru: Eysteinn Leifsson og Reynir Pálma og Ragnhildur
  • Vallarnefnd - í nefndinni eru: Sigurður Ólafss. Gunnar Valsson og Gylfi Freyr
  • Skólamálanefnd - í nefndini eru: Guðjón M og Súsanna Ólafsd.

Gyða sér um að setja nefndirnar á vefinn.

3.       Staðakennslumála hjá framhaldsskóla Mosfellsbæjar

Leyfi er komið frá ráðuneyti og verið er að útbúa námsskrá. Námið hefst að hluta nk. haust með því að byrja á að setja hestahlutann í valfög og tengja knapamerkin við námið sbr. Fjölbrautarskólann á Selfossi. Haustið 2012 er svo stefnt að því að hefja námið að fullu en námið verður keyrt eins og dagskrá frá Hólum var áður en sá skóli varð háskóli. Þá útskrifast nemendur með leiðbeinandaréttindi.

4.       Hestadagar

Guðjón kynnir dagskránna á hestadögunum sem verða 26 mars til 2. Apríl. Sjá vefsíðu daganna www.hestadagar.is eða http://icelandichorsefestival.is/

5.       Stækkun félagsheimilis

Sigurður T. Mun stofna bankareikning fyrir söfnun um stækkun félagsheimilis. Ákveðið að reyna að gera sökklana í sumar.

6.       Landsmót

Nú líður að landsmóti í Skagafirði í sumar og það þarf að fara að huga að því að panta stæði fyrir Hörð. Einnig þarf að fara yfir félagsbúningamálin.

7.       Karlremba ársins

Áður fyrr tíðkaðist að velja árlega karlrembu ársins í Herði. Fyrir 10 árum datt þetta upp fyrir ne þá var valinn Össi grái. Enginn hefur fengið þessa nafnbót síðan.  Ákveðið að taka þetta aftur upp og veita verðlaunin á árshátíðinni. Hugmynd að kjósa á netinu. Tillögur að karlrembum fyrir árið 2011:

Haddi kokkur

Halli

Gunni Vals

Árni Ingvarss

Stefán Gímis

Siggi Guðm

Einnig má senda tillögur

 

Gyða sér um að setja þetta á vefinn, setja upp kosningu. Birta á vefnum og á facebooksíðunni.

8.       Önnur mál

Rætt um hvort félagið ætti að hafa ístöltkeppni á tjörninni hans Bjarna í leirvogstungu en tjörnin var gerð meðal annars m.t.t. að það væri hægt. Sigurður ó. sér um það.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl.19.00

Fundargerð ritaði: Gyða Árný Helgadóttir