- Nánar
-
Skrifað þann Fimmtudagur, nóvember 10 2016 11:21
-
Skrifað af Oddrún Ýr Sigurðardóttir
Aðalfundur hestamannafélagsins Harðar var haldin í gærkvöldi. Marteinn Magnússon var kosinn fundarstjóri og stýrði hann fundinum með prýði og þökkum við honum fyrir það.
Úr stjórn gegnu Ólafur Haraldsson, Gylfi Þór Þorsteinsson, Sigurður Guðmundsson og Gunnar Steingrímsson og formaður okkar til 4 ára Jóna Dís Bragadóttir.
Þökkum við þessu sómafólki fyrir vel unnin störf.
Ný stjórn Harðar er tekin til starfa og hana skipa:
Hákon Hákonarson formaður
Ragnhildur Traustadóttir
Oddrún Ýr Sigurðardóttir
Alexander Hrafnkelsson
Haukur Níelsson
Gígja Magnúsdóttir
Gunnar Valsson
Sveinfríður Ólafsdóttir
Rúnar Guðbrandsson
Bjóðum við nýja stórnarmeðlimi og formann velkomin til starfa.
Fundargerð aðalfundar verður birt hér á vefnum erfir nokkra daga.
Kveðja
Hestamannafélagið Hörður
- Nánar
-
Skrifað þann Miðvikudagur, nóvember 09 2016 07:08
-
Skrifað af Jóna Dís Bragadóttir
http://hordur.is/index.php/felagid/fundargerdir/26-arsskyrslur/2595-arsskyrsla-2015-2016
Hvetjum ykkur til að kynna ykkur ársskýrsluna og prenta hana út.
Aðalfundurinn verður pappírslaus.
- Nánar
-
Skrifað þann Föstudagur, október 21 2016 10:21
-
Skrifað af Jóna Dís Bragadóttir
Aðalfundur
Áður auglýstum aðalfundi sem halda átti 2.nóvember er frestað um viku og verður hann haldinn 9.nóvember
í Harðarbóli og hefst fundur kl. 20:00.
Efni fundarins:
1. Hefðbundin aðalfundarstörf
2. Önnur mál
Aðeins skuldlausir félagar hafa atkvæðisrétt á fundinum skv. 3.gr laga félagsins.
Stjórn Hestamannafélagsins Harðar
Hér eru skjöl fundarins:Ársreikningur 2015-2016
Ársskýrsla 2015-2016
Árshlutauppgjör 2016 - áætlun 2016
- Nánar
-
Skrifað þann Föstudagur, október 14 2016 09:03
-
Skrifað af Jóna Dís Bragadóttir
Minnum á uppskeruhátíð Harðar sem haldin verður 28.október í Harðarbóli kl.19.30. Þangað er öllum sem starfað hafa fyrir félagið sl.ár boðið ásamt nefndum félagsins. Íþróttamaður Harðar verður valinn. Formenn nefnda eru beðnir um að boða sitt nefndarfólk og þá sem hafa starfað fyrir nefndina fyrir miðvikudaginn 26.okt. Vinsamlegast sendið nafnalista á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.