Árlega árshátíðarmót Harðar og Fasteignasölu Mosfellsbæjar

Hið árlega Árshátíðarmót Harðar verður Haldið laugardaginn 17 mars að Varmárbökkum, Mosfellsbæ. Skráning í félagsheimili kl 11 -12

Mótið hefst KL 12.30

Kvennaflokkur, Atvinnumenn, Pollar, Börn, Unglingar, Ungmenni, karlar og 100m skeið.

Skráningagjöld:1000kr.

Allir velkomnir á þetta glæsilega Árshátíðarmót Harðar.

Kveðja Þórir

Barkamót

Hið geysivinsæla Barkamót verður haldið í Reiðhöll Fáks, Víðidal, laugardaginn 24. mars n.k. Veglegir vinningar verða í boði í hverjum flokki og fær sigurparið í opnum flokki farmiða á Ístölt 31. mars og “Þeir allra sterkustu” 14. apríl. Keppt verður í 3 flokkum 17 ára og yngri, áhugamannaflokki og opnum flokki. Skráning og dagskrá verður nánar auglýst síðar. Kveðja, Íþróttadeild Fáks

Æfingatímar fyrir landsmótskrakka

Á morgun, miðvikudag mun verða Siggi Sig verða með æfingatíma fyrir Landsmótskrakka. Tímaröðin er sem hér segir: Kl. 17.00 Linda Rún 17.15 Sigurgeir 17.30 Aðalheiður 17.45 Erna Margrét 18.0 Grímur Óli 18.15 Halldóra Sif 18.30 Margrét Sæunn 18.45 Halla Margrét 19.0 Hrönn Kjartansd. 19.15 María Gyða 19.30 Arnar Logi 19.45 Katrín 20.0 Guðbjörn Pálsson 20.15 Guðmundur Pálsson 20.30 Sigríður Sjöfn

Skráning á Íslandsmót fullorðinna

Skráning á Íslandsmót fullorðinna fyrir Harðarfélaga Tekið verður við skráningum á Íslandsmót fullorðinna á skrifstofu Harðar Sunnudaginn 9. júlí á milli klukkan 19:00 – 21:00. Jafnframt er hægt að skrá á sama tíma í gegnum síma 5668282 Harðarbóli. Minnum keppendur á að öll hross þurfa að vera grunnskráð og að framvísa þarf grunnskráningarnúmeri við skráningu ásamt kennitölu knapa.

Landsmótspunktar

Hörður á pantaða æfingatíma á vellinum föstudag, laugardag og sunnudag. Við erum ekki búin að fá tímasetningu, en það ætti að koma annaðhvort inn á landsmot.is eða hengt uppi á staðnum. Við verðum með tjaldstæði og beitarhólf fyrir keppnishross á sama stað, og síðan eru almenn tjaldstæði fyrir aðra félagsmenn rétt hjá. Kíkið endilega inn á landsmót.is, þar er kort af svæðinu sem sýnir hvar við eigum að vera, og einnig eru þar upplýsingar til keppenda. Varðandi keppnisjakkana, þá lofar saumastofan Hexa því að þeir verði tilbúnir á föstudag, (áttu að vera tilbúnir miklu fyrr). Fólk er beðið um að taka gömlu jakkana með til öryggis, en vonandi verða allir í nýjum fínum jökkum á Landsmótinu.

Íþróttamóti frestað

Margir samverkandi þættir eru þess valdandi að afráðið var að fresta til óákveðins tíma opnu íþróttamóti Sörla sem halda átti nú í vikunni. Mestu um þetta réð að frestur sem hafði verið fenginn frá Landsmóti ehf. til þess að skila inn úrslitum úr tölti og skeiði var afturkallaður.