Beitarhólf!!

Umsóknir um beitarhólf sem Hestamannafélagið Hörður úthlutar skulu sendar á netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. Tilgreina skal fjölda hrossa sem um ræðir og einnig hvenær hentar viðkomandi umsækjanda best að taka vaktir á tímabilinu 10. júní til 10. október í sumar...

Nánar...

Þrifnaðarátak á þriðjudag

Þriðjudagskvöldið 24. maí n.k. blæs Beitar- og umhverfisnefnd til árlegs hreinsunarátaks þar sem gæðingarnir fá frí en þess í stað taka knaparnir sér hrífu eða plastpoka í hönd og hreinsa til í okkar nánasta umhverfi. Einnig verða reiðvegir rakaðir út með Leirvog, Tungubakkahringurinn og Mosfellsdalurinn straujaður að venju. Áætlað er að hefjast handa klukkan 18:00 og mæta allir í Harðarból til að fá sér tilheyrandi verkfæri, allt eftir smekk. Að lokinni hreinsun á tíunda tímanum býður félagið upp á síðbúin kvöldverð af grillinu á tíunda tímanum í Harðarbóli. Það er von nefndarinnar að sem flestir sjái sér fært að mæta enda stemmingin að venju góð að loknu góðu dagsverki. Beitar- og umhverfisnefnd

Hagabeit á vegum Harðar

Félagsmenn Harðar geta sótt um hagabeit til Beitar- og umhverfisnefndar félagsins. Umsóknir sendist á vakri@mbl,is þar sem kemur fram hvenær umsækjandi geti tekið vaktir. Sú kvöð fylgir beit hjá félaginu að taka vörsluvakt en samkvæmt samningi við Mosfellsbæ sér félagið um vakt vegna lausra hesta í bæjarfélaginu frá 17:00 til 8:00 virka daga og allan sólarhringinn um helgar á tímbilinu frá 10. júní til 10. september n.k. Umsóknir og úthlutun fer eingöngu fram á netinu.

Útleiga beitarhólfa

Umsóknir um beit á vegum Harðar skal skila til beitarnefndar. Einnig er hægt að skila inn umsóknum á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.. Mikilvægt er að allir þeir sem áhuga hafa á að fá beit hjá félaginu sæki um.

Nánar...