Opna Olismót Harðar

World ranking íþróttamót 19-21 mai. Keppt verður í: 100 m,150 m og 250 m skeiði ( nýjir startbásar teknir í notkun ) Tölti T-2 (ungm., 2 fl., 1 fl., meistarafl.) 5 gangi (ungl., ungm., 2 fl., 1 fl., meistarafl.) Gæðingaskeiði (ungl., ungm., 2.fl., 1.fl., meistarafl.) Tölti T-1 (börn, ungl., ungm., 2. fl., 1. fl., meistarafl.) 4 gangi (börn, ungl., ungm., 2. fl., 1. fl., meistarafl.) fimi (börn, ungl., ungm., 2. fl., 1. fl., meistarafl.)

Nánar...

LANGBRÓKARMÓT!

Harðarkonur. Jæja nú er komið að hinu árlega Langbrókarmóti, við ætlum að halda mótið næstkomandi laugardag þann 6 maí stundvíslega kl. 11:00 á vellinum. Eftir mótið væri gaman ef við færum ríðandi saman til að taka á móti hestamannafélaginu Gusti en þeir koma í heimsókn til okkar þennan dag. Keppnisgreinar á Langbrókarmótinu eru þessar: LULL VÖKVATÖLT FET STÖKK Sérstök verðlaun verða fyrir flottasta hjálmskrautið. Mætum allar og höfum gaman af Kveðja Kristín Halldórsdóttir formaður kvennadeildar Harðar

Peningahlaup Harðar úrslit

Fjölmargir fræknir knapar kepptu í hinu geysimagnaða peningahlaupi Harðar mánudaginn 1. maí. Keppnin var hörkuspennandi en stóð Kristján Magnússon uppi sem sigurvegari, 50.000 kr ríkari. Sigurður Straumfjörð er efstur í stigakeppninni sem stendur en þó eru enn tvö mót eftir og því úrslit enn óráðin. Úrslit voru eftirfarandi

Nánar...

Fjöruferð - Löngufjörur

Skráning er nú hafin í hestaferðina á Löngufjörur sem farin verður dagana 24-26 mars. Innifalið í verði er gisting á Snorrastöðum í tvær nætur, kvöldmatur á föstudags og laugardagskvöld, bröns á laugardag og hýsing og uppihald hests. Hestaflutningur er ekki innifalinn, en koma verður í ljós hvað mörg pláss verða á kerrum félagsmanna. Verð er 6000 krónur fyrir mann og hest. Skráning er hjá Gísli Þór Ólafsson s: 861-4194 og Magnús Nílsson s: 660 2440

Byggingarmat

Námskeið í byggingardómum hrossa með Kristni Hugsyni sem fyrirhugað var á morgun frestast um hálfan mánuð af óviðráðanlegum ástæðum." Með kærri kveðju, Gunnlaugur

Kynbótamat-Byggingardómar

Fræðslumorgun í byggingardómum verður í Hestamiðstöðinni Hindisvík í Mosfellsbæ laugardaginn 18. mars kl. 10:00-12:30. Kennari er Kristinn Hugason fyrrum landsráðunautur í hrossarækt, sem oft hefur reynst forspár við forskoðanir kynbótahrossa. Hver þátttakandi getur komið með eitt hross. Umsjón með skráningum og greiðslu hefur Gunnlaugur B. Ólafsson í síma 699-6684 og netfang This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it..

Worldfengur - frjáls aðgangur fyrir Harðarmenn

Við höfum náð samkomulagi við Worldfeng um frjálsan aðgang allra Harðarfélga að vefnum, fyrst hestamannafélaga á Íslandi. Komið verður upp tengli á hordur.is sem leiðir okkur inn á okkar svæði á Worldfeng. Í tengslum við þetta verður haldinn kynningarfundur og morgunkaffi á laugardaginn 11.mars kl.11.00, en þar mun Jón B Lorange frá Worldfeng vera með fyrirlestur og kennslu á vefinn. Verðið eins og venjulega 500 kr.fyrir fullorðna, 200 fyrir ungmenni og frítt fyrir börnin.