Kirkjureið í Seljakirkju

Næsta sunnudag, 3. maí, verður hin árlega kirkjureið í Seljakirkju. Guðsþjónustan byrjar á sínum hefðbundna tíma kl. 14. Séra Valgeir Ástráðsson prédikar og annast guðsþjónustuna. Brokkkórinn undir stjórn Magnúsar Kjartanssonar syngur ásamt kór Seljakirkju. Jón Bjarnason leikur á orgelið.

Lagt verður af stað úr hesthúsahverfunum kl. 13:
- Í Víðidal hjá skiltinu
- Í Gustshverfi við reiðskemmuna
- Hóparnir hittast við Heimsenda.

Við kirkjuna verður vandað gerði með gæslu og að lokinni guðsþjónustunni verður gengið í safnaðarsalinn þar sem boðið verður upp á kaffi og meðlæti.

Tökum þátt í góðum reiðtúr af góðu tilefni!

Líflandsmót

Opna Líflandsmót æskulýðsnefndar Fáks verður haldið í Reiðhöllinni í Víðidal sunnudaginn 19.apríl. Skráning verður í Reiðhöllinni þriðjudaginn 14.apríl milli kl. 18 og 20. Einnig verður tekið við skráningum á sama tíma í síma 567 0100 og 897 4467. Eftir þennan tíma verður ekki tekið við skráningum. Skráningargjaldið er kr. 2.500 á grein og einungis er leyfilegt fyrir hvern knapa að skrá einn hest í hverja grein. Ekkert skráningargjald er fyrir polla.

Nánar...

Árshátíðarmót Harðar

Árshátíðarmót HarðarÁrshátíðar mót Harðar verður haldið að Varmárbökkum þann 28 febrúar kl 13.00Keppnin verður með hefðbundnu sniði og er mótið það fyrsta af þremur í mótaröðinni.Ein nýbreytni verður í ár en þar keppni í konur 2 og karlar 2  en þessir flokkar eru hugsaðir fyrir minni keppnisvana.Skráning verður í félagsheimili Harðar og hefst hún kl 11.00. Keppnisröð er eftirfarandi: Konur 1, Konur2, Pollar,Börn , Unglinga, Ungmenni, Karlar 1, Karlar 2, Atvinnumenn .

 

Nánar...

FEIF Youth camp 2009

Æskulýðsnefnd LH auglýsir eftir umsóknum á FEIF Youth Camp sem haldinn verður í Bandaríkjunum dagana 17. – 24. júlí 2009. Búðirnar verða haldnar í Wisconsin, í um 2 klst. fjarlægð frá Chigaco á búgarði sem heitir Winterhorse farm.

Nánar...

Anton og Atli með Sýnikennslu

Frábært tækifæri að sjá tvo af okkar bestu reiðkennurum og þjálfurm landsins. Þá Anton Pál Níelsson og Atla Guðmundsson sem deila munu með okkur þekkingu sinni og reynslu á sviði hestamennsku með sýnikennslu næstkomandi föstudagskvöld 22. febrúar kl.20:00 í Reiðhöllinni Víðidal. Um árabil hafa þeir starfað við reiðkennslu, þjálfun hrossa og tamningar með frábærum árangri. Báðir eru þeir með B reiðkennararéttindi Félags Tamningamanna.

Anton er einn af aðal reiðkennurum Hólaskóla og hefur starfað þar við kennslu í mörg ár einnig hefur Atli stundað þar kennslu sem gestakennari af og til. Báðir hafa þeir getið sér gott orð sem frábærir kennarar sem ná að koma efninu vel til skila á skýran og skilmerkilegan hátt.

Þetta er án efa tækifæri sem enginn hestamaður ætti að láta framhjá sér fara hvar sem áhugasvið hans liggur í hestamennsku

FT-suður og fræðslunefnd Fáks standa að sýningunni.

Aðgangseyrir er 1500 kr. en 1000 kr. fyrir skuldlausa FT- og Fáksfélaga.

 

 

Hestamyndir

 Vefstjóra  barst nýlega eftirfarandi bréf sem hér er  birt að beiðni bréfritara:
 
 
Er nýlega búinn að setja upp heimasíðuna http://dalli.is/

Þar er hægt að finna þúsundir hestamynda frá mörgum mótum

og keppnum, þar á meðal myndir frá Íslandsmótinu í Víðidal.

Verðlaunaritgerð fjölskyldudags Harðar

Hörður feti framar Sólrún Jóhannesdóttir Hraðastöðum 1 Mosfellsdal Að Mosfelli í Mosfellssveit býr maður að nafni Hörður. Hann er mikill hestamaður og elskaði að sitja hjá brúnni við ána og veiða með pípuna sína í hægri hendi og pelann sinn í þeirri vinstri. Hörður er einhleypur og á hestinn Grunda sem er grár foli.

Nánar...