Fyrirlestur um fóðrun og meðferð hrossa

Fóðrun og meðferð hrossa.

Mánudaginn 9. janúar mun Ingimar Sveinsson vera með fyrirlestur um fóðrun og meðferð hrossa í Harðarbóli kl 19:30.
Fyrirlesturinn  hentar ungum sem öldnum og hvetjum við alla Harðarfélaga að mæta.

Frítt er inn og er fyrirlesturinn í boði fræðslu og æskulýðsnefndar Harðar.

 

Kær kveðja

Fræðslu og æskulýðsnefnd Harðar 

Almenn námskeið fyrir fullorðna

Almenn reiðnámskeið fyrir fullorðna eru að fara af stað aftur.  Kennt er annars vegar á þriðjudögum klukkan 20, kennari er Súsanna Ólafsdóttir, og hins vegar á miðvikudögum klukkan 20, kennari er Line Nörgaard.  Lágmarks þátttaka er 4 og hámark 5 nemendur.  Námskeiðið kostar 7.500 krónur og er 5 skipti einu sinni í viku.  Sendur verður út greiðsluseðill.  Stefnt er að því að námskeiðin hefjist sem allra fyrst, skráningu lýkur fimmtudaginn 8. apríl.

Skráning með upplýsingum um nafn, kennitölu og síma fer fram hjá Lilju This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

 

Helgarnámskeið með Magnúsi Lárussyni

Helgina 16. - 17. apríl býður fræðslunefnd Harðar upp á reiðnámskeið með reiðkennaranum Magnúsi Lárussyni. Kennt verður frá 9.00-17.00 báða dagana og samanstendur námskeiðið af fyrirlestrum og reiðtímum. Kennt verður í reiðhöll Harðar og í Harðarbóli. Skipt verður í 3 hópa með 4 nemendum í hverjum hópi. Verð fer eftir þátttöku og verður á bilinu 11.500.- til 15.000.- Námskeiðið er ætlað Harðarfélögum og nýjum félögum er tekið fagnandi!

Nánar...

Fræðslukvöld í Harðarbóli!

Fræðslunefnd og reiðveganefnd sameinast um fræðslukvöld næstkomandi fimmtudag, 3 mars, klukkan 20 í Harðarbóli.

Kynntar verða reiðleiðir í og við Mosfellsbæ og að loknu kaffihléi ætlar Súsanna vera með fyrirlestur um þjálfun hrossa og búnað. 

 Allir hvattir til að koma og hlusta á þessi áhugaverðu erindi.  Aðgangur ókeypis!

Bestu kveðjur frá reiðveganefnd og fræðslunefnd!

Léttleiki og frelsi - fræðsla opin öllum

Súsanna ÓlafsdóttirSúsanna Ólafsdóttir tamningakona í Mosfellsbænum er að undirbúa Opinn fræðsludag fyrir reiðkennara, tamningafólk og reyndar alla hestaáhugamenn...

Um er að ræða dagskrá sem inniheldur bæði fyrirlestra og kennslusýningar og fer hún fram í félagsheimili og reiðhöll Harðar í Mosfellsbæ nk laugardag og hefst kl. 9.30. Eiðfaxi hefur fylgst með framvindu verkefnisins og má fylgjast með því á www.eidfaxi.is.

Um hvað snýst þetta ?„Eftir að ég útskrifaðist frá Hólum sem reiðkennari hafa verið að mótast í huga mér hugmyndir dregnar af upplifun minni þar og reynslu minni sem tamningakona. Mér fannst eftir á að hyggja að heilmikið vantaði í kennsluna varðandi mannleg samskipti.

Nánar...

Vitlaust netfang

Því miður var sett inn vitlaust netfang hjá Helenu sem tekur við skráningu á nokkur námskeiða fyrir fullorðna.  Vinsamlega athugið hvort þið hafið sent skráningu á rétt netfang.  Fræðslunefnd biðst velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta kann að hafa valdið.

Nýtt, nýtt, - Fræðslunefnd fatlaðra hjá Herði

Við vigslu reiðhallar Harðar Nóv.2009Það hefur lengi verið draumur Harðarmanna að leggja okkar af mörkum til að fatlaðir einstaklingar geti stundað reiðmennsku og var það eitt af markmiðum þegar ráðist var í hönnun reiðhallarinnar sem var vígð i nóvember 2009. Draumur okkar var að þjálfun fatlaðra ætti hér góða aðstöðu og er allt fyrirkomulag reiðhallarinnar miðað við að svo geti orðið. Það voru settar stórar innkeyrsludyr á húsið og ríflegt svæði við þær framan við reiðvöllinn sem gefa færi á að keyra inn bíla með fatlaða einstaklinga en hægt er að aka að sérstakri lyftu til að auðvelda praktísku hlutina. Þessi lyfta var gjöf frá Jón Levy sem lét smíða hana þegar hann átti orðið erfitt með að komast á bak vegna MS sjúdóms. 

Fræðslunefnd fatlaðra hjá Hestamannafélaginu Herði var stofnuð 14. október 2010. Nefndina skipa: Auður G. Sigurðardóttir, Frosti Richardsson og Leifur Leifsson.

Nánar...

SÝNIKENNSLA

Guðmar Þór Pétursson reiðkennari verður með sýnikennslu í reiðhöll Harðar föstudaginn 7.janúar 2011 klukkan 20.00.

Guðmar Þór hefur eins og margir þekkja rekið tamningarstöð í Bandaríkjunum til margra ára. Þar hefur hann fengist mikið við kennslu, þjálfun og tamningar á íslenskum hestum, auk þess að kynna sér margskonar reiðmennsku- og þjálfunaraðferðir. Hann á að baki farsælan feril í keppni og þjálfun hérlendis.

Nánar...

Vandamálanámskeið

Nýtt námskeið þar sem tekist er á við ákveðin vandamál hjá hestum sem knapar ná ekki í gegnum hjálparlaust.  Reynir Örn Pálmason reiðkennari mun leiða þátttakendur í að leysa vandamálin.  Kennt á fimmtudögum klukkan 19.  Aðeins eru fá pláss í boði og fyrstir koma fyrstir fá. 

Verð er 8000 fyrir 6 tíma.

 Skráning hjá Margréti This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. .  Fram skal koma nafn, sími og stutt lýsing á vandamáli hestsins.  Skráningu lýkur sunnudaginn 18. apríl.