LÍFStöltið

LÍFStöltið Mótið verður haldið í reiðhöll Harðar í Mosfellsbæ þann 27. mars kl 10. Skráning verður í Harðarbóli miðvikudaginn 23. mars á milli kl. 19 og 22 og í síma 566 8282.

Skráningargjöld eru frjáls framlög, þó að lágmarki kr.1000

Keppt verður í 4 flokkum:

  • Byrjendur
  • Minna vanar
  • Meira vanar
  • Opinn flokkur

Verðlaun eru í formi peningagjafa sem renna beint til LÍFS. Aðgangseyrir er frjáls og rennur til LÍFS en lágmark er kr. 500.

Kvenskörungurinn Sigga Kling opnar mótið og leiðir skrautreið til heiðurs konum.

Brjóstamjólkurreið
Ekki missa af þeim Audda, Gillz, Steinda Jr, Sveppa og Villa Naglbít keppa um hver er í besta jafnvægi og er fyrstur í mark á hestbaki með könnu fulla af brjóstamjólk. Hanga þeir á baki 3 hringi í höllinni?

Allar skvísur í hnakkinn og töltum til styrktar LÍFI!Hestamannafélagið Hörður

www.hordur.is lifstyrktarfelag

www.gefdulif.is 

www.facebook.com/hordur/