Reiðhallarlyklar og Bókun Reiðhöll - lokuð skriftstofu

Kæru félagar

Ég verð í frí frá því næstu viku og kem aftur 6.April.
Ef einhver vill fá reiðhallarlykill eða bóka höllina í þessari tíma (páskar), þá bið ég ykkur um að hafa samband við mig í þessari viku.

Kærar þakkir
Sonja Noack
This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Reiðhallarlyklar og Bókun Reiðhöll - lokuð skriftstofu

Kæru félagar

Ég verð í frí frá því næstu viku og kem aftur 6.April.
Ef einhver vill fá reiðhallarlykill eða bóka höllina í þessari tíma (páskar), þá bið ég ykkur um að hafa samband við mig í þessari viku.

Kærar þakkir
Sonja Noack
This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

3. Vetrarleikar Harðar 2018 - Úrslit

Barnaflokkur- úrslit

1.sæti- Oddur Karl Arason - Hrafnagaldur frá Hvítárhóli

2.sæti- Natalía Rán – Demantur frá Tjarnarkoti

3.sæti- Viktor Nökkvi – Sprengja frá Breiðabólsstað

4.sæti- Kristín María Eysteinsdóttir - Gjafar

5.sæti- Stefán Atli – Völsungur frá Skarði

barna.jpg

 

Unglingaflokkur- úrslit

1.sæti- Rakel Ösp – Óskadís frá Hrísdal

2.sæti- Benedikt Ólafsson – Biskup frá Ólafshaga

3.sæti- Melkorka Gunnarsdóttir – Rún frá Naustanesi

4.sæti- Sara Bjarnadóttir – Gullbrá frá Hólabaki

5.sæti- Jóhanna Guðjónsdóttir – Kvistur frá Strandarhöfði

ungling.jpg

 

Ungmenni- Úrslit

1.sæti- Ída Eklund – Kolfreyja frá Dallandi

2.sæti- Hrafndís Katla – Snerra frá Nátthaga

3.sæti- Thelma Rut Davíðsdóttir – Fálknir frá Ásmundastöðum

4.sæti- Erna Jökulsdóttir – Nótt frá Þjórsárbakka

5.sæt- Birgitta Sól Helgadóttir – Pílagrímur frá Þúfum

6.sæti- Ásta Björk – Árnesingur frá Halakoti

ungmen.jpg

 

3. Flokkur- Úrslit

1.sæti- Bryndís Ásmundsdóttir – Akkur frá Akranesi

2.sæti- Fríða Halldórsdóttir – Nemi frá Grafarkoti

3.sæti- Hugrún Þorgeirsdóttir – Freyfaxi frá Strönd

4.sæti- Einar Guðbjörnsson – Vaðall frá Naustum

5.sæti- Gonnette ielen – Sjóli frá Blöndu

 

2. Flokkur- Úrslit

1.sæti- Ingvar Ingvarsson – Trausti frá Glæsibæ

2.sæti- Kristinn Már Sveinsson – Silfurperla frá Lækjabakka

3.sæti- Ragnar Aðalsteinsson – Fókus frá Brattholti

4.sæti- Gylfi Freyr Albertsson – Trú frá Litlhól

5.sæti- Hörður Bender – Fytjungur frá Dalhólum

6.sæti- Kristinn Karl – Beitir frá Gunnarsstöðum

 

1. Flokkur- Úrslit

1.sæti- Ragnheiður Þorvaldsdóttir – Hrímnir frá Hvítárhóli

2.sæti- Vera Van Praag Sigaar – Synata frá Mosfellsbæ

3.sæti- Valdimar – Hreimur frá Reynisvatni

4.sæti- Jessica – Loðmundur frá Dallandi

5.sæti- Halldóra Ingvarsdóttir – Askur frá Ekru

Málþing hjá Einhverfusamtöku

Minni á málþingið hjá Einhverfusamtökunum núna á laugardaginn 17.mars um tómstundir - við hjá fræðslunefndinni fatlaðra verðum með stutt erindi um reiðnámskeiðin okkar og hvernig reiðnámskeið sem tómstundir geta haft jákvæð áhrif á fólk á einhverfurófi - Margir verða með fróðlegt innlegg um þetta efni og hvetjum við alla að mæta og kynna sér málið m.a. verða kaffiveitingar og kynningarborð. Þar verða: Gerpla, Íþróttafélagið Ösp, íþróttafélag fatlaðra í Reykjavík, Nexus, Skema, Íþróttasamband fatlaðra, Tónstofa Valgerðar, Spilavinir og Mudo gym-Bláu drekarnir. Fólk getur þá spjallað við fulltrúa frá þessum aðilum.
 
 
-- 
Kær kveðja
Auður

BENNI LÍNDAL NÁMSKEIÐ! Skírdagur og Föstudagur langi

Ath Það verður síðasti séns í Herði í vetur að komast á námskeið hjá Benedikt Líndal 29+30Mars (Skírdagur og Föstudaginn langi).
 
Kennslufyrirkomulag:
1.dagur: 2 saman tvisvar á dag í 50 mín. hver tími.
Eftir hádegismat er einn bóklegur tími ca. 40-50 mín.
 
2.dagur: Prívattímar 40 mín. einu sinni hver knapi og eftir hádegismat einn bóklegur tími.
 
Min. 6 - max 8 manns
 
Verð 28000ISK
 
Skráning: skraning.sportfengur.com
 
Ekki missa af þessum stórsnillingi og Tamningameistari!!!28379419_1908179179223281_4726533909201739641_n.jpg

Dymbilvika Spretts 28 Mars

 

Þeir félagsmenn sem hafa undir höndum góð kynbótahross í góðu formi ræktuð af Harðarfélaga
og hafa áhuga á að taka þátt í Dymbilviku Spretts hafi samband við
Kristinn Már   This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.,this)">This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it..
Vali verða 6 álitlegustu hrossin til að taka þátt.

Frá formanni

Lausaganga hunda er bönnuð.  Það er hins vegar erfitt að fylgja því eftir.  Mörgum finnst samofið - maður – hestur – hundur, en reglurnar eru skýrar.  Sjálfur hef ég oft brotið þessa reglu.  Leyfi tíkinni minni að vera lausri við hesthúsið og hef tekið hana með í reiðtúr ef fáir eða engir aðrir eru að ríða út. Það er samt engin afsökun og þarf ég að taka þetta til mín eins og aðrir félagar.  Slysin gera ekki boð á undan sér.

Búið er að setja yfirborðsefni við ræsin og opna leiðirnar undir brýrnar undir Köldukvísl og Varmá.  Ennþá er unnið að lagfæringum á reiðleiðinni um Blikastaðanesið.

Ljósin í reiðhöllinni stýrast af birtustigi, þ.e. ef það er bjart inni er ekki hægt að kveikja ljósin, en ljósin kvikna þegar myrkrar.  Þurfum kannski að stilla stýringuna betur, að hún kveiki fyrr. 

HákonH

Heldri hestamenn og konur 60 + - Hagyrðingakvöld

 

Hagyrðingakvöld Í  Harðarbóli

Miðvikudaginn 14. mars.

Húsið opnar kl. 19:00

Borðhald hefst kl.19:30

Guðmundur Jónsson á Reykjum þenur nikkuna við innganginn og kemur okkur í rétta gírinn.

 

Gestir kvöldsins eru landsþekktir hagyrðingar

Ómar Ragnarsson,

Ragnar Ingi Aðalsteinsson

 og séra Hjálmar Jónsson.

 

Hákon formaður Harðar mætir að með gítarinn og tekur með okkur hressilega slagara.

Að venju verður boðið upp á dýrindis kvöldverð.

Svínakótelettur í raspi bornar fram með steiktum kartöflum, grænum baunum, rauðkáli og rabbarbarasultu.

Kaffi og sætt.

Við getum tekið með okkur drykki en fyrir þá sem það kjósa verður opinn bar og drykkir seldir á sanngjörnu verði.

Verð fyrir kvöldverð og skemmtun 4000 ( posi á staðnum )

Allir fyrrverandi og núverandi félagar 60 ára og eldri eru velkomnir.

Tilkynnið mætingu í síðasta lagi á hádegi sunnudaginn 11. mars.

hjá Sigríði netf. This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. eða í síma 8968210

 

Lífið er núna – njótum þess      

 

Með góðum kveðjum og tilhlökkun að hitta ykkur.

Sigríður Johnsen

Konráð Adolphsson

Þuríður Yngvadóttir

Frá formanni

Eftirfarandi pistill birtist á heimasíðu Léttis á Akureyri. Hann á ekki síður við hjá okkur.

Hestmenn takið eftir.

Að gefnu tilefni viljum við minna ykkur kæru hestamenn á að sýna hver öðrum almenna tillitssemi á reiðstígum, það er góð venja að hægja vel á sér þegar öðrum er mætt eða farið fram úr. Knapar eru mislangt komnir í hestamennsku og hestar þeirra á öllum þjálfunarstigum og því er um að gera að taka tillit til og bera virðingu hvor fyrir öðrum.

Einnig er gott að hafa það í huga að hægri reglan gildir á reiðgötum alveg eins og út í umferðinni þannig að ríða skal hægra megin á reiðvegi, eins nálægt kanti og hægt er. Þegar hestur er teymdur á reiðvegi skal hann teymdur hægra megin á veginum og skal maðurinn vera næst umferðinni sem kemur á móti, þ.e.a.s. vinstra megin við hestinn sem hann teymir.

Jafnframt er rétt að ríða rólega í gegnum undirgöng brúnna á svæðinu, þar sem hestum getur brugðið og fælst ef riðið er hratt út úr göngunum á móti þeim, því er mjög gott að venja sig á fetganginn að og frá göngum.

En um að gera að njóta frábærra útreiðaleiða og veðurs þessa daga.

kv

HákonH

Frá formanni.

Enn er verið að laga reiðleiðir eftir fádæma rigningar og flóð. Nánast allar okkar reiðleiðir stórskemmdust. Þannig varð að loka reiðleiðinni undir Köldukvíslsbrúna og reiðleiðin undir Varmárbrúna var illfær.
Að ekki sé talað um aðalreiðleið okkar Harðarmanna – Tungubakkahringinn. Reiðleiðin um ræsin var löguð strax, en þar vantaði fína efnið. Sú leið verður löguð í dag – föstudag. Búið er að laga reiðleiðirnar undir brúnum – aðeins verið að fínvinna þar í kring. Tungubakkahringurinn sjálfur skemmsist minna, sem og Blikastaðanesið, en báðar þessar reiðleiðir er verið að lagfæra. Bæjaryfirvöldum til vorkunnar, voru þetta því miður ekki einu vegirnir sem skemmdust hér í sveit. Við verðum því að vera þolinmóð og sýna skilning við hamfarir sem þessar.
 
kv
HákonH