Námskeið fræðslunefndar 2018

Öll námskeið eru auglýst með fyrirvara um næga þátttöku og tímasetningu og jafnframt með fyrirvara um innsláttarvillur í auglýsingatexta.

SÍÐASTI SKRÁNINGADAGUR ER LAUGARDAGUR 6.JANÚAR 2018!
TAKMARKAÐ PLÁSS Á FLEST NÁMSKEIÐ!

 

Almennt reiðnámskeið Fræðslunefndar

Farið verður í grunnatriði þjálfunar. Fimiæfingar, form og burður. Þjálfun gangtegunda og jafnvægi knapans.

Kennt verður í 6 skipti á mánudögum kl 16:00
Námskeiðið byrjar 15. janúar 2018
Kennari verður Ragnheiður Þorvaldsdóttir

Verð: 16.900 kr

Vinna í hendi – 6 skipti

Fjallað verður um mismunandi leiðir til að vinna við hendi. Lögð verður áhersla á andlegt og líkamlegt jafnvægi, líkamsbeitingu, sveigjanleika, jafnvægi til hliðanna og stjórn á yfirlínu á grunnþjálfunarstigi. Ætlunin er að nemendur öðlist meiri þekkingu á jafnvægi hestsins og geti notfært sér nýjar þjálfunaraðferðir til að stuðla að fjölbreytni í þjálfun. Sýnikennsla og verkleg kennsla krydduð með fróðleiksmolum gefa nemendum góðan skilning og innsýn í aðferðir.

Kennt í 6 skipti á þriðjudögum kl 19, hámarksfjöldi 5 manns
Námskeiðið byrjar 16. janúar 2018
Kennari verður Fredrica Fagerlund.

Verð: 13.900 kr

Stæl gæjar 6 skipti.

Námskeið hugsað fyrir karlmenn. Þarfstu að bæta töltið í hestinum þínum? Er hann stundum skeiðlaginn eða er hann alltaf að detta í brokk? Þarftu að bæta hæga töltið eða vantar meira rými? Þetta eru allt allgeng vandamál, sem hægt er að laga. Komdu á námskeið og ég hjálpa þér að gera hestinn þinn enn betri.

Kennt verður í 6 skipti á mánudögum kl.18.
Námskeið byrjar 15. janúar 2018
Kennari Ragnheiður Þorvaldsdóttir.

Verð: 16.900 kr

Einkatímapakki

Námskeiðið sérsniðið að þörfum hvers og eins.  Hentar hestum og knöpum á öllum aldri og öllum stigum reiðmennskunnar. Í boði eru einkatímar í 30 mínútur eða tveir nemendur saman í 60 mínútur. 
Kennt í 5 skipti og verður skipt milli daga og kennara eftir skráningu og laus reiðhöll. Timasetningar er samkomuatriði milli nemenda og kennara. Auðveldast að koma að fyrir/um hádegi eða seinni partinn á föstudag.
Kennarar:
Susanna Sand Ólafsdóttir
Ragnheiður Þorvaldsdóttir
Fredrica Fagerlund
Hinrik Sigurðsson


Verð: 24.900 kr

Helgarnámskeið með Benedikt Lindal                                                                                                                                 

 1. og 28. Janúar
 2. og 11. Febrúar

Þessi námskeið verður auglýst nánar, þegar nær dregur.

Skráning skal eiga sér stað í gegnum Sportfeng (velja skráningarkerfi) og er nú þegar hægt að skrá sig:
http://skraning.sportfengur.com/SkraningNamskkort.aspx?mode=add

 1. Velja námskeið.
  2. Velja hestamannafélag (Hörður).
  3. Skrá kennitölu þátttakanda – (Ef kennitala ekki í félagaskrá, þarf að fara inná www.hordur.is og sækja um aðild).
  4. Velja atburð (og hóp ef fleiri en einn hópur).
  5. Setja í körfu.
  6. Velja greiðslufyrirkomulag: Greiðslukort eða millifærsla. Skráning telst ekki gild nema greiðsla hafi borist.

Skráning skal eiga sér stað í gegnum Sportfeng (velja skráningarkerfi) og er nú þegar hægt að skrá sig:
http://skraning.sportfengur.com/SkraningNamskkort.aspx?mode=add

1. Velja námskeið. 
2. Velja hestamannafélag (Hörður).
3. Skrá kennitölu þátttakanda – (Ef kennitala ekki í félagaskrá, þarf að fara inná www.hordur.is og sækja um aðild).
4. Velja atburð (og hóp ef fleiri en einn hópur).
5. Setja í körfu. 
6. Velja greiðslufyrirkomulag: Greiðslukort eða millifærsla. Skráning telst ekki gild nema greiðsla hafi borist.


Fleiri Helgarnámskeið verða kynnt nánar á heimasíðu Harðar og feisbook síðu félagsins þegar líða fer að þeim.