Námskeið fræðslunefndar 2017

Námskeið fræðslunefndar 2017

Knapamerki 1

  • Að undirbúa hest rétt fyrir reið
  • Geti teymt hestinn á múl eða beisli við hlið sér á feti og brokki/tölti
  • Geti farið á og af baki beggja megin
  • Kunni rétt taumhald og að stytta rétt í taumi
  • Geti setið hest í lóðréttri (hlutlausri) ásetu á feti, tölti/brokki og hægu stökki
  • Geti framkvæmt nokkrar sætisæfingar í hringtaum skv. stjórnun frá kennara
  • Geti skipt á milli hlutlausrar ásetu, hálfléttrar og stígandi ásetu (1. stig stígandi ásetu)
  • Kunni að skilja rétt við hest og búnað að reiðtíma loknum

Kennt verður tvisvar sinnum í viku 8 verklegir og 4 bókeglegir tímar

Kennari : Ragnheiður Þorvaldsdóttir 

Kennt er á fimmtudögum kl 21:00 – 22:00, námskeiðið byrjar 19. janúar

Verð: 24.000 krónur með prófi og skírteni

 

Sirkusnámskeið 7 skipti ( 1 bóklegur og 6 verklegir)

Nokkrum aðferðum blandað saman. 7 games eftir Pat Parelli, smellu þjálfun, brellu þjálfun og umhverfis þjálfun.
Unnið er eingöngu með hestinn í hendi. Útbúnaður sem þarf er snúrumúll og langur mjúkur kaðaltaumur. Smella sem fæst í helstu gæludýrabúðum og Líflandi.
Skemmtilegt námskeið til að nálgast hestamennskuna á annan hátt.
Ragnheiður leggur mikið upp úr fjölbreytni í þjálfun og að gleyma ekki afhverju við erum öll í hestamennsku, JÚ AF ÞVÍ AÐ ÞAÐ ER SVO GAMAN.

Kennt í 6 skipti 

Kennari Ragnheiður Þorvaldsdóttir
Kennt er á fimmtudögum kl 20-21, námskeið byrjar 19. janúar

Verð: 12.000

Aftur á bak 8 skipti – 6 verklegt plús 2 bóklegt
Aftur á bak er uppbyggjandi námskeið fyrir einstaklinga sem vilja komast aftur í hnakkinn og fá hvatningu, leiðsögn og traust til hestsins aftur. Á námkeiðninu er bæði farið í bóklega og verklega kennslu. 
Námskeiðið telur 6 verklega og 2 bóklega tíma.

Kennt er á fimmtudögum kl 18 og hefst námskeiðið 19. janúar
Kennari er Guðrún Rut Hreiðardóttir 

Verð: 22.000 kr

Töltgrúppa Harðarkvenna

Sýningarþjálfun í stórum hóp kvenna þar sem öll reiðhöllin er lögð undir. Aðra hvora viku er kennsla í minni hópum. Frábært námskeið fyrir konur 18 ára og eldri.

Kennari : Ragnheiður Samúelsdóttir

Námskeiðið hefst 4.janúar

Kennt á sunnudögum frá kl 16:30 til 18:30 og annan hvern miðvikudag frá kl 18-21

Verð: 45.000 /kennt verður fram í maí 2017

Vinna í hendi – 6 skipti

Fjallað verður um mismunandi leiðir til að vinna við hendi. Lögð verður áhersla á andlegt og líkamlegt jafnvægi, líkamsbeitingu, sveigjanleika, jafnvægi til hliðanna og stjórn á yfirlínu á grunnþjálfunarstigi. Ætlunin er að nemendur öðlist meiri þekkingu á jafnvægi hestsins og geti notfært sér nýjar þjálfunaraðferðir til að stuðla að fjölbreytni í þjálfun. Verkleg kennsla, sýnikennslur og bókleg kennsla fléttast saman til að gefa nemendur góða skilningu og insýn í aðferðunum.

Kennt er einu sinni í viku í 6 skipti 
Kennari verður Fredrica Fagerlund.

Námskeiðið er kennt á föstudögum kl 17-18, námkeiðið hefst 20. janúar

Verð: 16.600 

Gæðingafimi
Námskeiðið stendur saman af fyrirlestrum, sýnikennslu, reiðtímum og endað á að hver og einn semur og ríður sitt prógram við músík. Námskeiðið verður einstaklingsmiðað með áherslu á rétta líkamsbeitingu knapa og hests. Markmið að bæta sína líkamsvitund/reiðmennsku og sinn hest, ríða gangtegundir í bættum burði og léttleika í bland við ákveðnar æfingar í fallegu samspili og flæði með jákvæðri orku.  

Kennt er einu sinni í viku, 6 verklegir tímar, 1 sýnikennsla og 1 fyrirlestur
Kennari er Súsanna Sand Ólafsdóttir
Námskeiðið er kennt á þriðjudögum kl 20-21 og hefst 17.janúar

Verð: 20.000

Einkatímar
Námskeið sérsniðin að þörfum hvers og eins og hentar hestum og knöpum á öllum aldur og öllum stigum reiðmennskunnar. Í boði eru einkatímar í 30 mínútur eða tveir nemendur saman í 60 mínútur. 
Kennt í 5 skipti og verður skipt á milli daga og kennarar eftir skráningu hjá hverjum og einum.
Kennarar:
Susanna Sand
Fredrica Fagerlund
Ragnhildur Haraldsdóttir
Ragnheiður Þorvaldsdóttir
Guðrún Rut Hreiðarsdóttir


Verð: 30.000 kr

Skráning skal eiga sér stað í gegnum Sportfeng (velja skráningarkerfi) og er nú þegar hægt að skrá sig:
http://skraning.sportfengur.com/SkraningNamskkort.aspx?mode=add

1. Velja námskeið. 
2. Velja hestamannafélag (Hörður).
3. Skrá kennitölu þátttakanda – (Ef kennitala ekki í félagaskrá, þarf að fara inná www.hordur.is og sækja um aðild).
4. Velja atburð (og hóp ef fleiri en einn hópur).
5. Setja í körfu. 
6. Velja greiðslufyrirkomulag: Greiðslukort eða millifærsla. Skráning telst ekki gild nema greiðsla hafi borist.

Helgarnámskeið verða kynnt nánar á heimasíðu Harðar og feisbook síðu félagsins þegar líða fer að þeim.


Fyrsta helgarnámskeiðið er 13-15 janúar 2017 með Trausta Þór /Tölt in Harmony sjá má nánar um námskeiðið undir fréttir og á feisbook síðu Harðar. Byrjað er að skrá á það námskeið.

Viðburðadagatal Æskulýðsnefndar

Október 2017
S Þ Mi Fi L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31 1 2 3 4

Innskráning