NÁMSKEIÐ ÆSLULÝÐSNEFNDAR VETURINN 2017

Námskeið 2017

Öll námskeið eru auglýst með fyrirvara um næga þátttöku og jafnframt með fyrirvara um innsláttarvillur í auglýsingatexta.

Námskeið æskulýðsnefndar

Knapamerki 1

 • Að undirbúa hest rétt fyrir reið
 • Geti teymt hestinn á múl eða beisli við hlið sér á feti og brokki/tölti
 • Geti farið á og af baki beggja megin
 • Kunni rétt taumhald og að stytta rétt í taumi
 • Geti setið hest í lóðréttri (hlutlausri) ásetu á feti, tölti/brokki og hægu stökki
 • Geti framkvæmt nokkrar sætisæfingar í hringtaum skv. stjórnun frá kennara
 • Geti skipt á milli hlutlausrar ásetu, hálfléttrar og stígandi ásetu (1. stig stígandi ásetu)
 • Kunni að skilja rétt við hest og búnað að reiðtíma loknum

Kennt verður tvisvar sinnum í viku 8 verklegir og 4 bókeglegir tímar,  aldurstakmark er 12 ára 

Kennari : Ragnheiður Þorvaldsdóttir 

Kennt er á miðvikudögum kl 16:00 – 17:00, námskeiðið byrjar 18. janúar

Verð: 17.000 krónur með prófi og skírteni

 

Knapamerki 4

 • Mjög gott vald á lóðréttri og stígandi ásetu og gott jafnvægi á baki hestsins
 • Hafa nákvæmt og næmt taumhald
 • Geta riðið réttan krossgang til beggja hliða í góðu jafnvægi
 • Hafa gott vald á baugavinnu og reiðleiðum á vellinum á feti, tölti/brokki og stökki
 • Geta riðið gangskiptingar markvisst og af nákvæmni
 • Geta látið hestinn stöðva, bíða eftir ábendingu frá knapanum og fara rétt af stað í góðu jafnvægi
 • Hestur og knapi séu spennulausir, í andlegu og líkamlegu jafnvægi

Kennt verður tvisvar sinnum í viku 22 verklegir tímar með prófi og skírteni 

Kennari : Ragnheiður Þorvaldsdóttir 

Kennt er á miðvikudögum kl 17-18 og föstudögum kl 16-17, námskeiðið byrjar 18.janúar

Verð: 38.500 krónur

 

Pollanámskeið – teymdir- 6 skipti

Lögð verður áhersla á jafnvægi á hestbaki  og grunnstjórnun hestsins í egn um leik og þrautir. Foreldrar teyma undir börnunum. Ætlað fyrir 7 ára og yngri.

Kennari Guðrún Rut Hreiðardóttir
Kennt einu sinni í viku í hálftíma
Tímasetning auglýst síðar

Verð: 2.000 kr

Pollanámskeið – ekki teymdir – 6 skipti

Fyrir þá sem eru tilbúnir að byrja að stjórna sjálfir. Lögð verður áhersla á jafnvægi á hestbaki  og stjórnun hestsins í gegn um leik og þrautir. 
Ætlað fyrir 7 ára og yngri.

Kennari Guðrún Rut Hreiðardóttir
Kennt einu sinni í viku í hálftíma
Tímasetning auglýst síðar

Verð: 2.000 kr

Almennt reiðnámskeið 8.-10.ára, 6 skipti

Almenn reiðnámskeið fyrir alla krakka. Áhersla lögð á ásetu og stjórnun hestsins og aukið sjálfstæði í umgengni við hestinn. Leikir og þrautir á hestbaki.

Kennari Guðrún Rut Hreiðardóttir
Kennt einu sinni í viku
Kennt er á fimmtudögum kl 16-17, námskeiðið byrjar 19, janúar

Verð: 9.000 kr

Almennt reiðnámskeið 11.-14.ára, 6 skipti

Almenn reiðnámskeið fyrir alla krakka 11.-14. ára. Áhersla lögð á ásetu og stjórnun hestsins, að þekkja gangtegundir og gangskiptingar. Leikir og þrautir á hestbaki.

Kennari Guðrún Rut Hreiðardóttir
Kennt einu sinni í viku
Kennt er á fimmtudögum 17-18, námskeiðið byrjar 19. janúar

Verð: 9.000 kr

Trek helgarnámskeið 

Trec er eykur fjölbreytni í þjálfun og er einnig skemmtileg keppnisgrein. Þrautirnar eru margar og fjölbreyttar, dæmd er reiðmennska, samspil, þjálni og flæði milli Þrauta.
Skemmtileg tilbreyting fyrir alla hesta og knapa.

Kennari verður Súsanna Sand

Tímasetning og verð auglýst síðar

 

Fiminámskeið

Fiminámskeið þar sem farið verður í almenna fimiþjálfun að hætti Súsönnu Sand. Einnig verður farið í þær fimiæfingar sem keppt er í á Íslandsmóti barna-unglinga og ungmenna.

Kennt einu sinni í viku 6 skipti og ein sýnikennsla

Kennari : Súsanna Sand Ólafsdóttir

Verð: 13.000
Kennt er á þriðjudögum kl 19-20 námskeiðið byrjar 17. janúar

 

Sirkusnámskeið 7 skipti ( 1 bóklegur og 6 verklegir)

Nokkrum aðferðum blandað saman. 7 games eftir Pat Parelli, smellu þjálfun, brellu þjálfun og umhverfis þjálfun.
Unnið er eingöngu með hestinn í hendi. Útbúnaður sem þarf er snúrumúll og langur mjúkur kaðaltaumur. Smella sem fæst í helstu gæludýrabúðum og Líflandi.
Skemmtilegt námskeið til að nálgast hestamennskuna á annan hátt.
Ragnheiður leggur mikið upp úr fjölbreytni í þjálfun og að gleyma ekki afhverju við erum öll í hestamennsku, JÚ AF ÞVÍ AÐ ÞAÐ ER SVO GAMAN.

Kennt í 6 skipti 

Kennari Ragnheiður Þorvaldsdóttir
Kennt er á fimmtudögum kl 19-20, námskeið byrjar 19. janúar

Verð: 10.000

 

Keppnisnámskeið

Á námskeiðinu verður lögð áhersla á einstaklingsmiðaða kennslu, mest einkatímar til að ná því besta fram í hverjum knapa og hesti.  

Námskeiðið er fyrir börn 10 ára og eldri sem stefna að þátttöku í keppni, reynsla æskileg


Fyrri hluti námskeiðs:
Námskeiðið byrjar 17 janúar og lýkur 11. apríl verð er 35.000

 

Seinni hluti námskeiðs byrjar 18 apríl og lýkur 30 maí, kennt tvisvar í viku.
Kennt er í formi einkatíma og er hver og einn með 20 mín. Kennslustaður er keppnisvöllur félagsins. Verð verður auglýst síðar.

Ef mikil skráning, áskilur æskulýðsnefnd rétt til breytingar á kennslufyrirkomulagi

Kennarari: Fredrica Fagerlund.
Dagsetning og verð verður auglýst síðar.

 

Skráning skal eiga sér stað í gegnum Sportfeng (velja skráningarkerfi) og er nú þegar hægt að skrá sig:

http://skraning.sportfengur.com/SkraningNamskkort.aspx?mode=add

1. Velja námskeið. 
2. Velja hestamannafélag (Hörður).
3. Skrá kennitölu þátttakanda – (Ef kennitala ekki í félagaskrá, þarf að fara inná www.hordur.is og sækja um aðild).
4. Velja atburð (og hóp ef fleiri en einn hópur).
5. Setja í körfu. 
6. Velja greiðslufyrirkomulag: Greiðslukort eða millifærsla. Skráning telst ekki gild nema greiðsla hafi borist.

Viðburðadagatal Æskulýðsnefndar

Október 2017
S Þ Mi Fi L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31 1 2 3 4

Innskráning