Náttúrureið

Hin árlega náttúrureið Harðar verður farin næstkomandi laugardag þann 11. maí.
Planið er að keyra hestana í Sörla Hafnarfirði og ríða gegnum Heiðmörkina heim í Hörð þar sem bíður okkar grill og gleði. Lagt verður af stað keyrandi frá Mos kl 12 og áætluð brottför frá Sörla kl 13. Grillið er svo kl 18.
Við hvetjum þá sem geta komið sér sjálfir í Sörla með hesta í kerru að gera það en annars verður Bjarni Kóngur tilbúinn með trailerinn til að keyra hesta í Sörla og kostar það 3.500kr á hest.
Grillið kostar 2.500kr og verða drykkjarveigar einnig til sölu.
Nauðsynlegt er að skrá sig í ferðina í commentum í facebook hjá hestamannafélaginu  fyrir fimmtudagsmorgunn svo hægt sé að raða niður í kerrur og kaupa í matinn. Láta koma fram hvort vanti far og fyrir hvað marga hesta eða hvort komi sér sjálft á staðinn.
Vonumst til að sjá sem flesta 😊
 
441289090_957020513100003_3369401066908386197_n.jpg