„Fókustímar“ í reiðhöllinni

Í vetur verður gerð tilraun með að hafa sérstaka „fókus“ tíma í reiðhöllinni, það er að segja að fólk viti hvernig aðstæður það er að fara í fyrirfram. Annars vegar verður tími fyrir hesta og knapa sem vilja taka því rólega, vinna fínvinnu og vera í nokkuð öruggum aðstæðum. Hins vegar verða tímar þar sem hægt er að láta gamminn geysa, æfa hraðari gangtegundir og hafa hærra spennustig.
Tímarnir verða í janúar:
Þriðjudagar 1730-1830 hraðari umferð
Fimmtudagar 1730-1830 hægari umferð
Þetta er liður í að fækka árekstrum á milli fólks við notkun á reiðhöllinni, auka svigrúm þeirra sem hafa sérþarfir ef svo má að orði komast. Annars gildir auðvitað áfram almenn tillitssemi og samtal okkar á milli 😊
 
Að auki verða opnir tímar í Blíðbakkahöllinni fyrir þá sem eru með lykil að stóru reiðhöllinni, nánar auglýst síðar og jafn óðum.
Við mælumst til þess að fólk leigi sér tíma þar fyrir einkatíma til dæmis, en nokkur námskeið á vegum félagsins munu fara fram þar líka.